Körfubolti

Tíundi sigur meistaranna í röð | Myndbönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
Tim Duncan fagnar sigrinum í nótt.
Tim Duncan fagnar sigrinum í nótt. vísir/afp
NBA-meistararnir í San Antonio Spurs unnu sinn tíunda leik í röð í NBA-körfuboltanum í nótt, en meistararnir unnu Houston Rockets með minnsta mun, 104-103. Með sigrinum tryggði San Antonio sér sæti í úrslitakeppninni.

Tim Duncan átti afar góðan leik fyrir San Antonio en hann skoraði 29 stig og tók tíu fráköst. Josh Smith gerði 20 stig fyrir Houston, en Dwight Howard tók fjórtán fráköst. Bæði lið hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.

Danilo Gallinari skoraði 47 stig fyrir Denver sem vann Dallas í mögnuðum leik, 144-143. Tvíframlengja þurfti leikinn, en að lokum vann Dallas með einu stigi eins og fyrr segir.

Hjá Dallas var Þjóðverjinn Dirk Nowitzki atkvæðamestur með 25 stig. Dallas er öruggt í úrslitakeppnina, en ekki Denver.

Russell Westbrook heldur áfram að spila vel fyrir Oklahoma en hann skoraði 27 stig og tók tíu fráköst í 13 stiga sigri liðsins á Sacramento í nótt, 116-103. Ben McLemore gerði 20 stig fyrir Sacramento.

New York Knicks tapaði sínum 64. leik í nótt þegar liðið tapaði gegn Milwaukee, 99-91. Afleitur vetur hjá Knicks. Langston Galloway gerði 20 stig fyrir New York, en Giannis Antetokounmpo gerði 23 stig fyrir Milwaukee og tók níu fráköst.

Öll úrslit næturinnar og nokkur skemmtileg myndbönd má sjá hér að neðan.

Úrslit næturinnar:

Toronto - Orlando 101-99

Charlotte - Atlanta 80-104

Boston - Cleveland 99-90

Indiana - Detroit 107-103

Washington - Brooklyn 80-117

Milwaukee - New York 99-91

Phoenix - New Orleans 75-90

San Antonio - Houston 104-103

Sacramento - Oklahoma City 103-116

Dallas - Denver 144-143

Memphis - Utah 89-88

Minnesota - LA Lakers 98-106

47 stig frá Gallinari í framlengdum leik: Ein trollatroðsla: Vá!:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×