Í kvöld varð ljóst hvaða lið komast í átta liða úrslit Lengjubikars karla í fótbolta en FH-ingar tryggðu sér sæti í útsláttarkeppninni með sigri á Þrótti á gervigrasinu í Laugardalnum.
FH vann 3-2 sigur á Þrótti með mörkum Steven Lennon, Sigurðar Gísla Snorrasonar og Kristjáns Flóka Finnbogasonar. Kristján Flóki skoraði þar með í sínum fyrsta leik eftir að hann snéri aftur í FH eftir atvinnumennsku í Danmörku.
FH nægðir eitt stig til að komast upp fyrir HK í þriðja sæti riðils eitt og Hafnarfjarðarliðið var 2-0 yfir í hálfleik og komst í 3-2 í seinni hálfleiknum.
Fylkir vann riðil eitt eftir 2-0 sigur á Ólafsvíkur-Víkingum í kvöld. Breiðblik fékk líka sextán stig eins og Fylkir en Fylkismenn voru með betri markatölu.
1-1 jafntefli Leiknis og Fjölnis tryggði KR sæti í átta liða úrslitunum en Fjölnismenn þurfa að treysta á það að KA vinni ekki lokaleik sinn á móti Víkingum á morgun.
Leiknir vann riðil tvö en tekur ekki þátt í átta liða úrslitunum þar sem liðið er á leiðinni í æfingaferð á sama tíma. Víkingar eru með þrettán stig og hafa tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum og KR-ingar eru síðan með ellefu stig.
Framarar unnu sinn fyrsta sigur í Lengjubikarnum þegar liðið vann 2-1 sigur á Gróttu í kvöld en Framliðið endar samt í neðsta sæti riðils tvö.
ÍA vann riðil þrjú en þar er ekki spenna þar sem Valsmenn komast alltaf áfram þar sem Stjörnumenn eru í æfingaferð erlendis á sama tíma og átta liða úrslitin fara fram.
Liðin sem mætast í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins:
Víkingur - FH
Fylkir - KR eða Fjölnir
Breiðablik - Valur
ÍA - KA eða KR
Kristján Flóki skoraði og FH komst áfram | Leikirnir í 8 liða úrslitum Lengjubikarsins
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir

Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
