„Ég held það vilji enginn upplifa svona aftur“ Aron Guðmundsson skrifar 1. júní 2025 12:01 Sölvi Geir Ottesen er þjálfari Víkings Reykjavíkur vísir / diego Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings Reykjavíkur, segir tapið í úrslitaleiknum um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra gegn Breiðabliki ekki ofarlega í huga fyrir stórleik liðanna í kvöld í Bestu deildinni. Hins vegar geti menn nýtt sér tilfinningarnar frá því kvöldi, muna hvernig þeim leið og mæta klárir í hörku leik. „Leggst mjög vel í mig, stórleikur og leikirnir við Breiðablik eru yfirleitt skemmtilegir leikir þar sem að það er hart barist. Við erum bara spenntir, góð úrslit setja okkur í góða stöðu,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Víkingarnir eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar á næstu lið fyrir neðan sig og geta með sigri í kvöld breikkað bilið á milli sín og Breiðabliks í sjö stig. Skiptir það máli á þessum tímapunkti á tímabilinu? „Já auðvitað viltu alltaf koma þér eins langt frá andstæðingum þínum og þú mögulega getur. Það er góður möguleiki fyrir okkur núna að komast aðeins frá okkar helstu keppinautum síðustu ára. En við vitum líka að tímabilið er langt frá því búið, það á eftir að spila helling af fótbolta og mig minnir nú að í fyrra höfðum við verið með ágætis forskot sem við glutruðum niður með tímanum. Breiðablik gerði þar vel og fóru af stað í langa taplausa hrinu. Núna einbeitum við okkur bara að þessum eina leik þó svo að við getum komist í sjö stiga forystu á lið eins og Breiðablik, við megum ekki missa okkur í því. Við ætlum að gera vel í þessum leik.“ Eftir flotta byrjun á tímabilinu hefur lið Íslandsmeistara Breiðabliks hikstað upp á síðkastið. Liðið féll úr leik í bikarnum gegn Vestra á dögunum, hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir leik kvöldsins og er fjöldi tapleikja liðsins í deildinni (3) sá sami og eftir deildarkeppni Bestu deildarinnar fyrir skiptingu á síðasta tímabili. Gerir slæmt gengi Breiðabliks upp á síðkastið þá að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Ég held að form liðanna, hvernig það hefur verið á tímabilinu, skipti voða litlu máli þegar komið er að þessum leik þar sem hér er um að ræða tvö lið sem hafa verið að keppast um titilinn síðustu ár. Það er sama hvernig takturinn hjá þeim er í deildinni, þeir ná alltaf að gíra sig upp í þessa leiki. Við vitum hvernig þetta hefur verið undanfarin ár. Það er mikill hiti í þessum leikjum, mikið undir og því skiptir í raun ekki neinu máli hvernig takturinn hefur verið. Ég veit að Blikarnir munu koma vel stemmdir inn í þennan leik, þetta verður hrikalega erfiður leikur. Það hefur yfirleitt verið erfitt fyrir öll lið að mæta í Kópavoginn. Við megum ekkert hugsa út í þeirra takt, einbeitum okkur frekar að okkur sjálfum, komum vel stemmdir inn í þetta og búumst við hörku leik.“ Þetta eru liðin sem hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, þar hafði Breiðablik betur á Víkingsvelli. Er sá leikur ykkur ofarlega í huga komandi inn í leik kvöldsins? „Þú þurftir að minnast á hann núna?“ svaraði Sölvi Geir og hló. „Nei alls ekki. Auðvitað situr þetta í mönnum, titillinn í fyrra vannst á mjög dramatískan hátt og ég held það vilji enginn upplifa svona aftur. Við kannski getum nýtt okkur þetta komandi inn í þennan leik, að muna eftir því hvernig okkur leið og þá sjá menn til þess að þeir mæta vel stemmdir og gíraðir inn í þennan leik.“ Stórleikur Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í 10.umferð Bestu deildar karla verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan sjö. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira
„Leggst mjög vel í mig, stórleikur og leikirnir við Breiðablik eru yfirleitt skemmtilegir leikir þar sem að það er hart barist. Við erum bara spenntir, góð úrslit setja okkur í góða stöðu,“ segir Sölvi Geir í samtali við íþróttadeild. Víkingarnir eru með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar á næstu lið fyrir neðan sig og geta með sigri í kvöld breikkað bilið á milli sín og Breiðabliks í sjö stig. Skiptir það máli á þessum tímapunkti á tímabilinu? „Já auðvitað viltu alltaf koma þér eins langt frá andstæðingum þínum og þú mögulega getur. Það er góður möguleiki fyrir okkur núna að komast aðeins frá okkar helstu keppinautum síðustu ára. En við vitum líka að tímabilið er langt frá því búið, það á eftir að spila helling af fótbolta og mig minnir nú að í fyrra höfðum við verið með ágætis forskot sem við glutruðum niður með tímanum. Breiðablik gerði þar vel og fóru af stað í langa taplausa hrinu. Núna einbeitum við okkur bara að þessum eina leik þó svo að við getum komist í sjö stiga forystu á lið eins og Breiðablik, við megum ekki missa okkur í því. Við ætlum að gera vel í þessum leik.“ Eftir flotta byrjun á tímabilinu hefur lið Íslandsmeistara Breiðabliks hikstað upp á síðkastið. Liðið féll úr leik í bikarnum gegn Vestra á dögunum, hefur tapað tveimur leikjum í röð í deildinni fyrir leik kvöldsins og er fjöldi tapleikja liðsins í deildinni (3) sá sami og eftir deildarkeppni Bestu deildarinnar fyrir skiptingu á síðasta tímabili. Gerir slæmt gengi Breiðabliks upp á síðkastið þá að hættulegri andstæðingi komandi inn í leik kvöldsins? „Ég held að form liðanna, hvernig það hefur verið á tímabilinu, skipti voða litlu máli þegar komið er að þessum leik þar sem hér er um að ræða tvö lið sem hafa verið að keppast um titilinn síðustu ár. Það er sama hvernig takturinn hjá þeim er í deildinni, þeir ná alltaf að gíra sig upp í þessa leiki. Við vitum hvernig þetta hefur verið undanfarin ár. Það er mikill hiti í þessum leikjum, mikið undir og því skiptir í raun ekki neinu máli hvernig takturinn hefur verið. Ég veit að Blikarnir munu koma vel stemmdir inn í þennan leik, þetta verður hrikalega erfiður leikur. Það hefur yfirleitt verið erfitt fyrir öll lið að mæta í Kópavoginn. Við megum ekkert hugsa út í þeirra takt, einbeitum okkur frekar að okkur sjálfum, komum vel stemmdir inn í þetta og búumst við hörku leik.“ Þetta eru liðin sem hafa eldað grátt silfur saman í gegnum tíðina og mættust í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra, þar hafði Breiðablik betur á Víkingsvelli. Er sá leikur ykkur ofarlega í huga komandi inn í leik kvöldsins? „Þú þurftir að minnast á hann núna?“ svaraði Sölvi Geir og hló. „Nei alls ekki. Auðvitað situr þetta í mönnum, titillinn í fyrra vannst á mjög dramatískan hátt og ég held það vilji enginn upplifa svona aftur. Við kannski getum nýtt okkur þetta komandi inn í þennan leik, að muna eftir því hvernig okkur leið og þá sjá menn til þess að þeir mæta vel stemmdir og gíraðir inn í þennan leik.“ Stórleikur Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur í 10.umferð Bestu deildar karla verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan sjö.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Sjá meira