Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. apríl 2015 10:11 Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast. „Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir í færslu á samskiptamiðlinum Facebook, en hún var á leið sinni upp Everest á laugardaginn þegar jarðskjálftinn í Nepal varð. Tala látinna er nú komin í 4.400 manns. Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest „Við syrgjum látna félaga og sendum fallegar hugsanir til hinna slösuðu. Sjálf er ég mjög þakklát fyrir að vera á lífi eftir þessar náttúruhamfarir. Ef að ég hefði verið stödd í tjaldinu mínu hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Kampurinn okkar er gjörónýtur.“ Hún segir að hópurinn hafi verið staddir í búðum eitt þegar stóri skjálftinn varð.Sjá einnig: Starfsmaður Google lést í snjóflóði á Everest„Ég lá í tjaldinu mínu að slappa af þegar ég fann titringinn, verandi á skriðjökli stökk ég út til að kanna hvað var um að vera. Erfitt var að átta sig á aðstæðum og fljótlega fórum við að heyra í snjóflóðum. Við stukkum inn í tjald og grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar. Hjartað sló hratt og óttinn var yfirgnæfandi. Búðirnar sluppu og við sátum eftir í stóru púðurskýi, það næsta sem við heyrðum var að ekkert væri eftir af búðunum okkar niðri.“Sjá einnig: Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Hún segir að smá saman hafi fólkið áttað sig á þeirra skelfilegu mynd sem var um að ræða „Það var erfitt að vera fastur og geta lítið lagt af mörkum. Næstu klukkustundir og næsta nótt voru erfið. Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Ég kom niður í base camp í gær og það vaf mikið àfall að sjá hvernig var umhorfs. Staðan í þorpunum í kringum okkur er mjög slæm. Við erum nú að hreinsa umhverfið okkar en ekki er ljóst hvenær við leggjum af stað til höfuðborgarinnar. Við erum skelkuð eftir atburði síðustu daga en að öðru leiti hraust.“Kæru vinir, eins og þið etv vitið ríkir algört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að...Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on 28. apríl 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir í færslu á samskiptamiðlinum Facebook, en hún var á leið sinni upp Everest á laugardaginn þegar jarðskjálftinn í Nepal varð. Tala látinna er nú komin í 4.400 manns. Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest „Við syrgjum látna félaga og sendum fallegar hugsanir til hinna slösuðu. Sjálf er ég mjög þakklát fyrir að vera á lífi eftir þessar náttúruhamfarir. Ef að ég hefði verið stödd í tjaldinu mínu hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Kampurinn okkar er gjörónýtur.“ Hún segir að hópurinn hafi verið staddir í búðum eitt þegar stóri skjálftinn varð.Sjá einnig: Starfsmaður Google lést í snjóflóði á Everest„Ég lá í tjaldinu mínu að slappa af þegar ég fann titringinn, verandi á skriðjökli stökk ég út til að kanna hvað var um að vera. Erfitt var að átta sig á aðstæðum og fljótlega fórum við að heyra í snjóflóðum. Við stukkum inn í tjald og grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar. Hjartað sló hratt og óttinn var yfirgnæfandi. Búðirnar sluppu og við sátum eftir í stóru púðurskýi, það næsta sem við heyrðum var að ekkert væri eftir af búðunum okkar niðri.“Sjá einnig: Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Hún segir að smá saman hafi fólkið áttað sig á þeirra skelfilegu mynd sem var um að ræða „Það var erfitt að vera fastur og geta lítið lagt af mörkum. Næstu klukkustundir og næsta nótt voru erfið. Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Ég kom niður í base camp í gær og það vaf mikið àfall að sjá hvernig var umhorfs. Staðan í þorpunum í kringum okkur er mjög slæm. Við erum nú að hreinsa umhverfið okkar en ekki er ljóst hvenær við leggjum af stað til höfuðborgarinnar. Við erum skelkuð eftir atburði síðustu daga en að öðru leiti hraust.“Kæru vinir, eins og þið etv vitið ríkir algört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að...Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on 28. apríl 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira