Rauði krossinn á Íslandi hyggst leggja fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Nepal í kjölfar jarðskjálftans sem varð þar í dag. Um er að ræða mannskæðasta skjálfta í landinu í 80 ár en talið er að hátt í 2000 manns hafi látist.
Þá hefur Rauði krossinn einnig hafið neyðarsöfnun vegna hamfaranna. Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að hringja í 904-1500 (framlag: 1.500 kr), 904-2500 (framlag 2.500 kr) eða 904-5500 (framlag 5.500 kr). Þá er einnig hægt að leggja fé inn á reikning Rauða krossins 0342-26-12, kt. 530269-2649.
