Mortal Kombat aldrei betri og blóðugur sem aldrei fyrr Samúel Karl Ólason skrifar 25. apríl 2015 12:04 Þrátt fyrir að mörg kunnuleg andlit séu í leiknum hefur mörgum nýjum verið bætt við. Tíundi leikurinn í Mortal Kombat-seríunni er sá besti hingað til. Eins og áður er leikurinn best nýttur í að berjast við vini sína og vandamenn. Aftur á móti er sagan svo æðislega klisjukend og hallærisleg að það er stórskemmtilegt að fara í gegnum hana. Mortal Kombat X lítur vel út, allar hreyfingar hafa verið stórbættar og bardagar eru mjög flæðandi. Fjölmargir nýir karakterar eru kynntir til leiks og er hægt að spila þrjár útgáfur af þeim öllum. Það víkkar leikinn mikið og gerir spilunina skemmtilegri fyrir vikið. Þá er vert að nefna að MK hefur aldrei verið eins blóðugur. Það sem hefur þó lengi stuðað undirritaðan varðandi Mortal Kombat-leikina er að það er sama hvað maður æfir sig og lærir mörg brögð, maður virðist alltaf tapa fyrir fólki sem pikkar bara á einhverja takka á gífurlegum hraða og er svo steinhissa þegar það vinnur. Það getur reynt á sálina. Netspilun hefur verið bætt. Þegar leikurinn er fyrst spilaður þarf að velja einn af fimm flokkum sem berjast um stig í hverri viku. Sá flokkur sem sigrar er verðlaunaður með nýjum svokölluðum Fatalities, eða endabrögðum, breyttu útliti bardagamanna og öðru. Á heildina litið er Mortal Kombat umfram allt skemmtilegur leikur að spila. Framleiðendum leiksins, NetherRealm Studios, tekst vel að halda þróun leiksins áfram svo að bæði gamlir spilarar kannist við hann og nýir séu fljótir að læra inn á hann. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Tíundi leikurinn í Mortal Kombat-seríunni er sá besti hingað til. Eins og áður er leikurinn best nýttur í að berjast við vini sína og vandamenn. Aftur á móti er sagan svo æðislega klisjukend og hallærisleg að það er stórskemmtilegt að fara í gegnum hana. Mortal Kombat X lítur vel út, allar hreyfingar hafa verið stórbættar og bardagar eru mjög flæðandi. Fjölmargir nýir karakterar eru kynntir til leiks og er hægt að spila þrjár útgáfur af þeim öllum. Það víkkar leikinn mikið og gerir spilunina skemmtilegri fyrir vikið. Þá er vert að nefna að MK hefur aldrei verið eins blóðugur. Það sem hefur þó lengi stuðað undirritaðan varðandi Mortal Kombat-leikina er að það er sama hvað maður æfir sig og lærir mörg brögð, maður virðist alltaf tapa fyrir fólki sem pikkar bara á einhverja takka á gífurlegum hraða og er svo steinhissa þegar það vinnur. Það getur reynt á sálina. Netspilun hefur verið bætt. Þegar leikurinn er fyrst spilaður þarf að velja einn af fimm flokkum sem berjast um stig í hverri viku. Sá flokkur sem sigrar er verðlaunaður með nýjum svokölluðum Fatalities, eða endabrögðum, breyttu útliti bardagamanna og öðru. Á heildina litið er Mortal Kombat umfram allt skemmtilegur leikur að spila. Framleiðendum leiksins, NetherRealm Studios, tekst vel að halda þróun leiksins áfram svo að bæði gamlir spilarar kannist við hann og nýir séu fljótir að læra inn á hann.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Lífið „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Lífið Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Menning Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa Lífið Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Fleiri fréttir Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira