Sleginn í andlitið með leikjatölvu og stunginn með skærum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 22. apríl 2015 23:15 Þrír menn ákærðir fyrir líkamsárás, frelsissviptingu og þjófnað, þar á meðal er Krisján Sívarsson. Vísir/Valli Kristján Sívarsson, Marteinn Jóhannsson og Ríkharð Ríkharðsson sæta ákæru fyrir að hafa í febrúar á síðasta ári veist í félagi að manni í íbúð hans þar sem þeir tóku meðal annars manninn kverkataki, slógu hann með leikjatölvu í andlitið og að hafa stungið hann með skærum í upphandleggina og axlir. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í eina og hálfa klukkustund á meðan árásinni átti sér stað. Allir hafa þeir neitað sök í málinu fyrir dómi. Í ákærunni segir að fórnarlamb árásarinnar hafi hlotið þreifieymsli og bólgu yfir hægra kinnbeini, mar yfir neðra augnloki og augabrún, bólgu yfir hægra hluta nefs, nefbrot, roða og eymsli í hálsi, mar og eymsli hægra megin á síðu, rifbeinsbrot og eymsli ofanvert á kvið, mar og eymsli á vinstra læri, sár neðan við hnéskel vinstra megin, mar og eymsli á vinstri olnboga, þrjú stungusár á hægri upphandlegg og eitt stungusár ofanvert á vinstri upphandlegg auk bólgu og roða á vinstri upphandlegg og áverka á hægri öxl. Samkvæmt ákærunni segir að hinir ákærðu hafi tekið og haft á brott með sér iPhone 5S síma, hleðslutæki fyrir símann, MacBook Pro fartölvu, Machintoch þráðlausa mús, þráðlaust lyklaborð, tvo flakkara, PlayStation leikjatölvu og leiki, Sony heimabíó og þrjá hátalara, kaffivél, íþróttatösku, íþróttafatnað og búnað sem var í töskunni, dúnúlpu, Adidas jakka, skyrtu, stígvél, sjónvarpsfjarstýringu, fartölvutösku, Dell bakpoka, kveikjuláslykla, Apple fjarstýringu, greiðslukort, fjögur úr auk skartgripa og hárskera og hárklippur. Málið hefur verið sameinað tveimur öðrum málum sem höfðuð hafa verið á hendur Kristjáni. Eitt þeirra mála er ákæra á hendur honum og tveimur nítján ára piltum fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Tækni Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira
Kristján Sívarsson, Marteinn Jóhannsson og Ríkharð Ríkharðsson sæta ákæru fyrir að hafa í febrúar á síðasta ári veist í félagi að manni í íbúð hans þar sem þeir tóku meðal annars manninn kverkataki, slógu hann með leikjatölvu í andlitið og að hafa stungið hann með skærum í upphandleggina og axlir. Þá eru þeir ákærðir fyrir að hafa svipt manninn frelsi sínu í eina og hálfa klukkustund á meðan árásinni átti sér stað. Allir hafa þeir neitað sök í málinu fyrir dómi. Í ákærunni segir að fórnarlamb árásarinnar hafi hlotið þreifieymsli og bólgu yfir hægra kinnbeini, mar yfir neðra augnloki og augabrún, bólgu yfir hægra hluta nefs, nefbrot, roða og eymsli í hálsi, mar og eymsli hægra megin á síðu, rifbeinsbrot og eymsli ofanvert á kvið, mar og eymsli á vinstra læri, sár neðan við hnéskel vinstra megin, mar og eymsli á vinstri olnboga, þrjú stungusár á hægri upphandlegg og eitt stungusár ofanvert á vinstri upphandlegg auk bólgu og roða á vinstri upphandlegg og áverka á hægri öxl. Samkvæmt ákærunni segir að hinir ákærðu hafi tekið og haft á brott með sér iPhone 5S síma, hleðslutæki fyrir símann, MacBook Pro fartölvu, Machintoch þráðlausa mús, þráðlaust lyklaborð, tvo flakkara, PlayStation leikjatölvu og leiki, Sony heimabíó og þrjá hátalara, kaffivél, íþróttatösku, íþróttafatnað og búnað sem var í töskunni, dúnúlpu, Adidas jakka, skyrtu, stígvél, sjónvarpsfjarstýringu, fartölvutösku, Dell bakpoka, kveikjuláslykla, Apple fjarstýringu, greiðslukort, fjögur úr auk skartgripa og hárskera og hárklippur. Málið hefur verið sameinað tveimur öðrum málum sem höfðuð hafa verið á hendur Kristjáni. Eitt þeirra mála er ákæra á hendur honum og tveimur nítján ára piltum fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum.
Tækni Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Sjá meira