Bað ekki um höfrung í Eurovision Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. apríl 2015 15:30 Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem varð í öðru sæti í Eurovision árið 2009, segist ekki hafa beðið um að hafa höfrung í atriðinu sínu heldur hafi hann komið frá tæknimönnum í Moskvu. Höfrungurinn var mikið ræddur á kaffistofum landsins eftir fyrsta flutnings lagsins. Hún ræðir höfrunginn og margt annað í nýjasta þætti Eurovísis. „Ég hafði ekkert með hann að gera. Þetta er bara eitthvað sem einhverjir tölvuhönnuður bjuggu til sem bakgrunn á atriðið og ég sá þetta bara í fyrsta skipti eftir fyrstu æfinguna úti,“ segir Jóhanna Guðrún sem segir að mikið hafi verið hlegið að höfrungnum innan íslenska hópsins.Höfrungurinn sveif yfir íslenska hópnum á sviðinu í Moskvu.Það eru þó fleiri en Íslendingar sem muna eftir höfrungnum og segist Jóhanna hafa heyrt af dragkeppni í Þýskalandi þar sem höfrungurinn fékk að njóta sín þegar ein drottningin flutti Is it true. „Það var einhver sem tók Is it true og það var búið að blása upp plasthöfrung sem var hlaupið með um allt sviðið,“ segir hún. Höfrungurinn vakti þó ekki bara gleði og hlátur heldur var eins og margt annað við atriðið mikið gagnrýndur. Jóhanna segir að hún hafi undirbúið sig vel andlega fyrir keppnina og ekki hlustað á gagnrýnisraddir. „Það er mikilvægt að velta sér ekki upp úr gagnrýni,“ segir hún. Þannig að hún las ekki Barnalandsþræði um sig og atriðið? „Ef að maður myndi gera það, þá væri maður bara í rusli. Maður gæti ekki gert þetta vel ef maður væri búinn að vera að skoða alla hlutina sem fólk segir um mann.“Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir, sem varð í öðru sæti í Eurovision árið 2009, segist ekki hafa beðið um að hafa höfrung í atriðinu sínu heldur hafi hann komið frá tæknimönnum í Moskvu. Höfrungurinn var mikið ræddur á kaffistofum landsins eftir fyrsta flutnings lagsins. Hún ræðir höfrunginn og margt annað í nýjasta þætti Eurovísis. „Ég hafði ekkert með hann að gera. Þetta er bara eitthvað sem einhverjir tölvuhönnuður bjuggu til sem bakgrunn á atriðið og ég sá þetta bara í fyrsta skipti eftir fyrstu æfinguna úti,“ segir Jóhanna Guðrún sem segir að mikið hafi verið hlegið að höfrungnum innan íslenska hópsins.Höfrungurinn sveif yfir íslenska hópnum á sviðinu í Moskvu.Það eru þó fleiri en Íslendingar sem muna eftir höfrungnum og segist Jóhanna hafa heyrt af dragkeppni í Þýskalandi þar sem höfrungurinn fékk að njóta sín þegar ein drottningin flutti Is it true. „Það var einhver sem tók Is it true og það var búið að blása upp plasthöfrung sem var hlaupið með um allt sviðið,“ segir hún. Höfrungurinn vakti þó ekki bara gleði og hlátur heldur var eins og margt annað við atriðið mikið gagnrýndur. Jóhanna segir að hún hafi undirbúið sig vel andlega fyrir keppnina og ekki hlustað á gagnrýnisraddir. „Það er mikilvægt að velta sér ekki upp úr gagnrýni,“ segir hún. Þannig að hún las ekki Barnalandsþræði um sig og atriðið? „Ef að maður myndi gera það, þá væri maður bara í rusli. Maður gæti ekki gert þetta vel ef maður væri búinn að vera að skoða alla hlutina sem fólk segir um mann.“Eurovísir er vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn og Lára búin að eiga Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira