Náttúrupassinn er dauður á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 21. apríl 2015 13:36 Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa er dautt og verður ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi. Formaður nefndarinnar segir ráðherra hafa boðað aðrar leiðir til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða, en þær hafa enn ekki litið dagsins ljós. Frumvarp Ragnheiðrar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vægast sagt verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Frumvarpið hefur verið til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar hefur áður sagt að frumvarpið færi ekki út úr nefnd án mikilla breytinga. „Ég er sammála því sem fram kom hjá ráðherranum í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku að það er ólíklegt að við afgreiðum náttúrupassann á þessu þingi eins og hann lítur út í dag,“ segir Jón.Hvað verður þá um þá nauðsynlegu fjáröflun sem allir eru að tala um að þurfi til að byggja upp ferðamannastaði landsins? „Ráðherrann verður að svara því. Hún hefur málið til skoðunar og það er á hennar verksviði. Þannig að við göfum ekki fengið nein skilaboð ennþá um hvað hún hyggst gera í þeim efnum,“ segir Jón. Náttúrupassafrumvarpið eins og það var lagt fram sé hins vegar dautt. Náttúrupassinn átti að skila milljörðum króna á næstu árum til uppbyggingar ferðamannastaða, sem allir eru sammála um að sé nauðsynleg og jafnvel bráðaðkallandi, vegna vaxandi ágangs ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins. Mjög stuttur tími er eftir af vorþingi og formlegur frestur til að leggja fram þingmál án afbrigða runninn út. „Það er náttúrlega allt hægt hér á þinginu, sérstaklega ef það er sátt um málið, og um þetta mál hefur verið almenn sátt. Það er að segja um einhvers konar gjaldtöku. Þannig að ef koma fram einhverjar hugmyndir sem er víðtæk sátt um pólitískt, reikna ég með að þingið gæti brugðist við með þeim hætti að hægt væri að afgreiða það. En það eru auðvitað aðrar leiðir og þetta er ráðherrann væntanlega að skoða og hún verður að gefa upplýsingar um hvar það stendur í ráðuneytinu,“ segir Jón. Ef ekki takist sátt um aðrar leiðir á Alþingi á vorþinginu verði ekki mikið um nýjar fjárveitingar í þennan málaflokk eftir þessum leiðum. Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um náttúrupassa er dautt og verður ekki afgreitt út úr atvinnuveganefnd á þessu þingi. Formaður nefndarinnar segir ráðherra hafa boðað aðrar leiðir til fjármögnunar uppbyggingar ferðamannastaða, en þær hafa enn ekki litið dagsins ljós. Frumvarp Ragnheiðrar Elínar Árnadóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur vægast sagt verið umdeilt á Alþingi og í raun hvorki notið meirihlutastuðnings innan stjórnarandstöðu- né stjórnarflokkanna. Frumvarpið hefur verið til umræðu í atvinnuveganefnd Alþingis. Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar hefur áður sagt að frumvarpið færi ekki út úr nefnd án mikilla breytinga. „Ég er sammála því sem fram kom hjá ráðherranum í viðtali á Bylgjunni í síðustu viku að það er ólíklegt að við afgreiðum náttúrupassann á þessu þingi eins og hann lítur út í dag,“ segir Jón.Hvað verður þá um þá nauðsynlegu fjáröflun sem allir eru að tala um að þurfi til að byggja upp ferðamannastaði landsins? „Ráðherrann verður að svara því. Hún hefur málið til skoðunar og það er á hennar verksviði. Þannig að við göfum ekki fengið nein skilaboð ennþá um hvað hún hyggst gera í þeim efnum,“ segir Jón. Náttúrupassafrumvarpið eins og það var lagt fram sé hins vegar dautt. Náttúrupassinn átti að skila milljörðum króna á næstu árum til uppbyggingar ferðamannastaða, sem allir eru sammála um að sé nauðsynleg og jafnvel bráðaðkallandi, vegna vaxandi ágangs ferðamanna á helstu ferðamannastöðum landsins. Mjög stuttur tími er eftir af vorþingi og formlegur frestur til að leggja fram þingmál án afbrigða runninn út. „Það er náttúrlega allt hægt hér á þinginu, sérstaklega ef það er sátt um málið, og um þetta mál hefur verið almenn sátt. Það er að segja um einhvers konar gjaldtöku. Þannig að ef koma fram einhverjar hugmyndir sem er víðtæk sátt um pólitískt, reikna ég með að þingið gæti brugðist við með þeim hætti að hægt væri að afgreiða það. En það eru auðvitað aðrar leiðir og þetta er ráðherrann væntanlega að skoða og hún verður að gefa upplýsingar um hvar það stendur í ráðuneytinu,“ segir Jón. Ef ekki takist sátt um aðrar leiðir á Alþingi á vorþinginu verði ekki mikið um nýjar fjárveitingar í þennan málaflokk eftir þessum leiðum.
Alþingi Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira