Skipstjórinn handtekinn og sakaður um morð Samúel Karl Ólason skrifar 21. apríl 2015 07:51 Aðeins tókst að bjarga 27 manns. Vísir/EPA Ítölsk yfirvöld segja að skipstjóri og einn áhafnarmeðlimur flóttamannabátsins sem sökk undan ströndum Líbýu á sunnudag hafi verið handteknir. Um 800 manns eru taldir hafa farist í slysinu og aðeins tókst að bjarga 27. Þar á meðal voru mennirnir tveir og greindu flóttamennirnir sem komust lífs af yfirvöldum frá því að mennirnir væru ekki flóttamenn heldur fólkssmyglarar. Þeir voru handteknir seint í gærkvöldi þegar strandgæsluskipið sem bjargaði þeim kom til hafnar á Sikiley. Skipstjórinn er sakaður um fjölda morða af gáleysi, samkvæmt frétt á vef BBC. Lögreglan rannsakar dauða fólksins sem morð. Evrópusambandið tilkynnti um hertar aðgerðir á miðjarðarhafi í gær, gæsla verður stóraukin á svæðinu auk þess sem gerð verður gangskör í því að reyna að handsama þá sem standa að hinum stórtæku fólksflutningum yfir miðjarðarhafið. Upprunalega var talið að um 700 manns hefðu látið lífið, en Carlotta Sami hjá Sameinuðu þjóðunum segir að eftir að rætt hafi verið við eftirlifendur hafi komið í ljós að talan væri hærri. „Það voru um 800 manns um borð, þar á meðal tíu til tólf ára gömul börn.“ Hún sagði að flestir af flóttamönnunum hefðu komið frá Sýrlandi, Erítreu og Sómalíu. Þar að auki sagði hún að hundruð flóttamannanna hafi verið læst neðan þilja í skipinu þegar það sökk.Hér má sjá útskýringu á helstu leiðum flóttafólks frá Afríku.Vísir/GraphicNews Flóttamenn Tengdar fréttir Köstuðu flóttamönnum útbyrðis Fimmtán flóttamenn hafa verið handteknir fyrir að kasta öðrum í Miðjarðarhafið eftir átök. 16. apríl 2015 17:03 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Ítölsk yfirvöld segja að skipstjóri og einn áhafnarmeðlimur flóttamannabátsins sem sökk undan ströndum Líbýu á sunnudag hafi verið handteknir. Um 800 manns eru taldir hafa farist í slysinu og aðeins tókst að bjarga 27. Þar á meðal voru mennirnir tveir og greindu flóttamennirnir sem komust lífs af yfirvöldum frá því að mennirnir væru ekki flóttamenn heldur fólkssmyglarar. Þeir voru handteknir seint í gærkvöldi þegar strandgæsluskipið sem bjargaði þeim kom til hafnar á Sikiley. Skipstjórinn er sakaður um fjölda morða af gáleysi, samkvæmt frétt á vef BBC. Lögreglan rannsakar dauða fólksins sem morð. Evrópusambandið tilkynnti um hertar aðgerðir á miðjarðarhafi í gær, gæsla verður stóraukin á svæðinu auk þess sem gerð verður gangskör í því að reyna að handsama þá sem standa að hinum stórtæku fólksflutningum yfir miðjarðarhafið. Upprunalega var talið að um 700 manns hefðu látið lífið, en Carlotta Sami hjá Sameinuðu þjóðunum segir að eftir að rætt hafi verið við eftirlifendur hafi komið í ljós að talan væri hærri. „Það voru um 800 manns um borð, þar á meðal tíu til tólf ára gömul börn.“ Hún sagði að flestir af flóttamönnunum hefðu komið frá Sýrlandi, Erítreu og Sómalíu. Þar að auki sagði hún að hundruð flóttamannanna hafi verið læst neðan þilja í skipinu þegar það sökk.Hér má sjá útskýringu á helstu leiðum flóttafólks frá Afríku.Vísir/GraphicNews
Flóttamenn Tengdar fréttir Köstuðu flóttamönnum útbyrðis Fimmtán flóttamenn hafa verið handteknir fyrir að kasta öðrum í Miðjarðarhafið eftir átök. 16. apríl 2015 17:03 Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13 Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00 Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07 Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Fleiri fréttir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Sjá meira
Köstuðu flóttamönnum útbyrðis Fimmtán flóttamenn hafa verið handteknir fyrir að kasta öðrum í Miðjarðarhafið eftir átök. 16. apríl 2015 17:03
Hollande vill efla eftirlit á Miðjarðarhafi Francois Hollande fór í dag fram á ráðherrafund hjá ESB um aðgerðir til að efla björgunarstörf á Miðjarðarhafi. 19. apríl 2015 21:13
Þjóðarleiðtogar funda vegna flóttamanna ESB sætir gagnrýni fyrir að vera of svifaseint. 21. apríl 2015 07:00
Hundruð flóttamanna taldir hafa farist við Líbýustrendur Ítalska landhelgisgæslan, maltneski sjóherinn og ýmis skip í einkaeigu taka nú þátt í björgunaraðgerðum. 19. apríl 2015 11:07
Tusk kallar til aukafundar vegna ástandsins í Miðjarðarhafi Leiðtogar aðildarríkja ESB koma saman til fundar á fimmtudaginn. 20. apríl 2015 14:57