Vill senda danska hermenn til Grænlands Kjartan Kjartansson skrifar 7. janúar 2026 14:50 Rasmus Jarlov var viðskiptaráðherra Dana frá 2018 til 2019. Hann setur ofan í við bandaríska ráðamenn um Grænland. Getty Fyrrverandi ráðherra í dönsku ríkisstjórninni vill senda hermenn til Grænlands til að senda Bandaríkjastjórn skilaboð. Ekkert lát er á ásælni bandarískra ráðamanna í danska yfirráðasvæðið í opinberum yfirlýsingum þeirra. Rasmus Jarlov, þingmaður danska Íhaldsflokksins og fyrrverandi viðskiptaráðherra, sagði í umræðuþætti í dönsku sjónvarpi í gær að það væru sterk skilaboð að senda að flytja hermenn til Grænlands. „Ég held að það séu góð skilaboð að senda Grænlendingum að við ætlum að verja þá, gæta þeirra og standa saman sem bandamenn,“ sagði Jarlov. Þá vildi Jarlov, sem er talsmaður Íhaldsflokksins í málefnum Grænlands, að dönsk og grænlensk yfirvöld tækju sig saman um að banna ákveðnum bandarískum stjórnmálamönnum að koma til Grænlands. Bandaríkin sem ógna Grænlandi, ekki Rússland eða Kína Orð Jarlov féllu í samhengi við ásælni Bandaríkjastjórnar í Grænland sem lét fyrst á sér kræla á fyrra kjörtímabili Donalds Trump en blossaði upp aftur af krafti eftir árás Bandaríkjahers á Venesúela um helgina. Trump sagði sjálfur að Bandaríkin „þyrftu“ á Grænlandi að halda öryggis síns vegna. Hélt hann því fram að bæði Kína og Rússlands umkringdu Grænland og hæddist að ætluðum hernaðarvanmætti Dana. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trump, bætti um betur og dró tilkall Dana til Grænland í efa í sjónvarpsviðtali. Fullyrti hann að engin reyndi að standa í vegi þess að Bandaríkin sölsuðu Grænland undir sig. Jarlov tætti í sig rökstuðning fulltrúar Bandaríkjastjórnar í viðtali við bandaríska fjölmiðlinn CNN, sérstaklega að Bandaríkin væru eina landið sem vildi verja Grænland fyrir ágangi Kína og Rússlands. „Það eru í raun Bandaríkin sem ógna Grænlandi, hvorki Kína né Rússland. Þau hafa engin áform um að taka yfir Grænland,“ sagði Jarlov við CNN. Rök um að Bandaríkin þyrftu að taka Grænland yfir í þágu eigin þjóðaröryggis væru fyrirsláttur þar sem Bandaríkjaher hefði þegar aðstöðu þar og hefði haft í áraraðir. Bandaríkin helsta „rándýrið“ á vesturhveli Ögranir bandarískra stjórnmálamanna héldu áfram í dag. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Andy Ogles, sem lagði fram frumvarp um að heimila Trump að ganga til viðræðna um kaup á Grænlandi, í fyrra, lýsti Grænlandi sem „verndarsvæði“ Bandaríkjanna í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina. „Þau hafa verið í sambandi við Danmörku. Því verður að ljúka. Við Bandaríkin höfum úthellt meira blóði í að verja Grænland en Danir. Við höfum ríkandi hagsmuni landfræðilega en Danir. [...]Við erum ríkjandi rándýrið á vesturheimshvelinu,“ sagði Ogles ranglega um meintar blóðfórnir Bandaríkjamanna fyrir Grænland. Ogles: "It's important that we have a stake in Greenland, that they are quite frankly a protectorate of the US. They've been in relationship with Denmark - that needs to end. We've spilled more blood protecting Greenland than the Danes... we are the dominant predator force in the Western Hemisphere"[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) January 7, 2026 at 12:54 PM Þrátt fyrir að Bandaríkjaher hafi sent lið til Grænland árið 1941 var eina dauðsfallið í síðari heimsstyrjöldinni þar danskur liðsmaður hundasleðasveitar. Hann féll í fyrirsáti Þjóðverja sem reyndu að koma sér upp veðurstöðvum á austurströnd Grænlands. Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira
Rasmus Jarlov, þingmaður danska Íhaldsflokksins og fyrrverandi viðskiptaráðherra, sagði í umræðuþætti í dönsku sjónvarpi í gær að það væru sterk skilaboð að senda að flytja hermenn til Grænlands. „Ég held að það séu góð skilaboð að senda Grænlendingum að við ætlum að verja þá, gæta þeirra og standa saman sem bandamenn,“ sagði Jarlov. Þá vildi Jarlov, sem er talsmaður Íhaldsflokksins í málefnum Grænlands, að dönsk og grænlensk yfirvöld tækju sig saman um að banna ákveðnum bandarískum stjórnmálamönnum að koma til Grænlands. Bandaríkin sem ógna Grænlandi, ekki Rússland eða Kína Orð Jarlov féllu í samhengi við ásælni Bandaríkjastjórnar í Grænland sem lét fyrst á sér kræla á fyrra kjörtímabili Donalds Trump en blossaði upp aftur af krafti eftir árás Bandaríkjahers á Venesúela um helgina. Trump sagði sjálfur að Bandaríkin „þyrftu“ á Grænlandi að halda öryggis síns vegna. Hélt hann því fram að bæði Kína og Rússlands umkringdu Grænland og hæddist að ætluðum hernaðarvanmætti Dana. Stephen Miller, einn nánasti ráðgjafi Trump, bætti um betur og dró tilkall Dana til Grænland í efa í sjónvarpsviðtali. Fullyrti hann að engin reyndi að standa í vegi þess að Bandaríkin sölsuðu Grænland undir sig. Jarlov tætti í sig rökstuðning fulltrúar Bandaríkjastjórnar í viðtali við bandaríska fjölmiðlinn CNN, sérstaklega að Bandaríkin væru eina landið sem vildi verja Grænland fyrir ágangi Kína og Rússlands. „Það eru í raun Bandaríkin sem ógna Grænlandi, hvorki Kína né Rússland. Þau hafa engin áform um að taka yfir Grænland,“ sagði Jarlov við CNN. Rök um að Bandaríkin þyrftu að taka Grænland yfir í þágu eigin þjóðaröryggis væru fyrirsláttur þar sem Bandaríkjaher hefði þegar aðstöðu þar og hefði haft í áraraðir. Bandaríkin helsta „rándýrið“ á vesturhveli Ögranir bandarískra stjórnmálamanna héldu áfram í dag. Fulltrúadeildarþingmaðurinn Andy Ogles, sem lagði fram frumvarp um að heimila Trump að ganga til viðræðna um kaup á Grænlandi, í fyrra, lýsti Grænlandi sem „verndarsvæði“ Bandaríkjanna í viðtali við Fox-sjónvarpsstöðina. „Þau hafa verið í sambandi við Danmörku. Því verður að ljúka. Við Bandaríkin höfum úthellt meira blóði í að verja Grænland en Danir. Við höfum ríkandi hagsmuni landfræðilega en Danir. [...]Við erum ríkjandi rándýrið á vesturheimshvelinu,“ sagði Ogles ranglega um meintar blóðfórnir Bandaríkjamanna fyrir Grænland. Ogles: "It's important that we have a stake in Greenland, that they are quite frankly a protectorate of the US. They've been in relationship with Denmark - that needs to end. We've spilled more blood protecting Greenland than the Danes... we are the dominant predator force in the Western Hemisphere"[image or embed]— Aaron Rupar (@atrupar.com) January 7, 2026 at 12:54 PM Þrátt fyrir að Bandaríkjaher hafi sent lið til Grænland árið 1941 var eina dauðsfallið í síðari heimsstyrjöldinni þar danskur liðsmaður hundasleðasveitar. Hann féll í fyrirsáti Þjóðverja sem reyndu að koma sér upp veðurstöðvum á austurströnd Grænlands.
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Innlent Fleiri fréttir Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Sjá meira