Körfubolti

Meistararnir töpuðu fyrsta leik | Myndbönd

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Griffin bauð upp á nokkrar troðslur í nótt.
Griffin bauð upp á nokkrar troðslur í nótt. Vísir/Getty
LA Clippers er komið í 1-0 forystu gegn meisturum San Antonio Spurs í rimmu liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir sigur í nótt, 107-92.

Chris Paul var magnaður og skoraði 32 stig fyrir Clippers og þá bætti Blake Griffin við 26 stigum auk þess að taka tólf fráköst.

Clippers náði átján stiga forystu í þriðja leikhluta en Spurs náði ekki að brúa það bil. San Antonio hafði unnið fyrsta leikinn í síðustu ellefu rimmum sínum í úrslitakeppni á undan.

Kawhi Leonard skoraði átján stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með ellefu stig og ellefu fráköst.

Atlanta vann New Jersey, 99-92. Kyle Korver var með 21 stig í sigri efsta liði austurdeildarinnar en Atlanta leiddi frá upphafi til enda, án þess þó að ná að stinga af.

Memphis vann Portland, 100-86, á heimavelli. Beno Udrich kom inn af bekknum og skoraði 20 stig fyrir Memphis en Zach Randolph var með sextán stig og ellefu fráköst.

LaMarcus Aldridge skoraði 32 stig fyrir Portland en hann tók gríðarlegan fjölda skota í leiknum, hann hitti úr þrettán af 34. Damien Lillard var ekki langt undan með 21 skottilraun en hann hitti úr aðeins fimm og var með fjórtán stig.

Memphis vann Portland í öllum leikjum liðsins í deildakeppninni í vetur.

Úrslit næturinnar:

Atlanta - Brooklyn 99-92 (1-0)

Memphis - Portland 100-86 (1-0)

LA Clippers - San Antonio 107-92 (1-0)

Sjáðu magnaðar troðslur Blake Griffin: Beno Udrich átti frábæra innkomu gegn Portland: Kyle Korver fór fyrir Atlanta gegn New Jersey:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×