Fótbolti

Birkir Már skoraði í jafntefli gegn Eiði Aron og félögum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Birkir Már Sævarsson var á skotskónum í kvöld.
Birkir Már Sævarsson var á skotskónum í kvöld. mynd/hammarbyfotboll.se
Guðlaugur Victor Pálsson og félagar hans í Helsinborg unnu sigur á Sundsvall í Íslendingaslag í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 2-0.

Victor er áfram í miðverðinum hjá Helsingborg sem komst yfir með marki Robin Simovic á 21. mínútu og í uppbótartíma gulltryggði Emmanuel Boateng sigurinn, 2-0.

Jóni Guðni Fjóluson og Rúnar Már S. Sigurjónsson voru báðir í byrjunarliði nýliða Sundsvall eins og alltaf, en liðið er í tíunda sæti með sjö stig eftir sex umferðir. Helsinborg er í fimmta sætinu með ellefu stig.

Birkir Már Sævarsson, landsliðsbakvörður, skoraði fyrir Hammarby sem gerði jafntefli, 2-2, við Eið Aron Sigurbjörnsson og félaga hans í Örebro.

Birkir Már kom Hammarbyr í 2-1 á 64. mínútu, en Ahmed Yasin tryggði heimamönnum stigið með jöfnunarmarki á 79. mínútu leiksins.

Örebro er á botni deildarinnar með tvö stig en nýliðar Hammarby eru í sjötta sæti með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×