María Ólafs hefur nóg að gera þessa dagana en undirbúningur fyrir Eurovision 2015 fer að ná hámarki. Davíð Lúther Sigurðarson hjá Silent fylgdi henni eftir í heilan dag áður en hún fór til Rússlands til að syngja á tónleikum nýverið.
Meðal þess sem María gerði þennan daginn var að kíkja á armband sem var hannað sérstaklega fyrir Eurovision. „Við erum að fá að máta nýja armbandið sem er að koma í sölu,“ segir María þegar hún mætir í verslun Jóns og Óskars við Laugaveg. „Þetta er geðveikt flott.“
Vísir mun birta myndbönd frá Eurovisionþátttöku Maríu Ólafs næstu daga og vikur.
