Deilt um eftirmál lekamálsins á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2015 19:30 Minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis telur að fyrrverandi innanríkisráðherra skuldi þinginu enn skýringar á misvísandi upplýsingum sem ráðherrann hafi gefið þinginu í lekamálinu. Meirihlutinn telur hins vegar varhugavert að nefndin setji sig í dómarasæti gagnvart einstökum ráðherrum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd bauð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra að mæta fyrir nefndina og svara fyrir samskipti hennar við Alþingi. Hún varð ekki við því en var hins vegar viðstödd umræðu um málið á Alþingi í dag. Þar var til umræðu skýrsla minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við Alþingi. Efasemdir eru settar fram um að ráðherrann hafi alltaf sagt Alþingi satt allt frá því lekamálið kom upp. Stjórnarþingmenn í nefndinni telja hins vegar enga þörf á skýrslu frá nefndinni um málið. Því hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis, eins og segir í áliti meirihluta nefndarinnar, sem Vigdís hauksdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins mælti fyrir á þinginu í dag. „Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi, tilvitnun lýkur,“ sagði Vigdís. Hanna Birna tók ekki til máls í umræðunni en fylgdist með. Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar segir ráðherrann fyrrverandi enn skulda þinginu útskýringar á ýmsu í málflutningi hennar á meðan á lekamálinu stóð sem skýrsla Umboðsmanns taki ekki á. Ráðherrann fyrrverandi ætti þó sinn rétt eins og skjólstæðingar stjórnsýslunnar og starfsmenn hennar. „Og Alþingi á sinn rétt. Þingmenn eiga sinn rétt. Þingmenn sem eru að beina spurningum til framkvæmdavaldsins, til ráðherra; þeir eiga sinn rétt líka. Og Alþingi þarf að standa á þeirra rétti ekki síður en annarra,“ sagði Ögmundur. Brynjar Níelsson varaformaður nefndarinnar segir það ekki hlutverk hennar að dæma. Enda hefði hún engar forsendur til þess. Ómögulegt væri að fullyrða um hvað ráðherrann fyrrverandi vissi á hverjum tíma um lekamálið. „Viðkomandi er ekki einu sinni ráðherra lengur og ég held að menn eigi almennt að fara mjög varlega í að setja nefndina í slíkt dómarasæti. Sem gerir ekkert annað en setja hér allt í uppnám,“ sagði Brynjar Níelsson. Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira
Minnihluti stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis telur að fyrrverandi innanríkisráðherra skuldi þinginu enn skýringar á misvísandi upplýsingum sem ráðherrann hafi gefið þinginu í lekamálinu. Meirihlutinn telur hins vegar varhugavert að nefndin setji sig í dómarasæti gagnvart einstökum ráðherrum. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd bauð Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fyrrverandi innanríkisráðherra að mæta fyrir nefndina og svara fyrir samskipti hennar við Alþingi. Hún varð ekki við því en var hins vegar viðstödd umræðu um málið á Alþingi í dag. Þar var til umræðu skýrsla minnihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um samskipti innanríkisráðherrans fyrrverandi við Alþingi. Efasemdir eru settar fram um að ráðherrann hafi alltaf sagt Alþingi satt allt frá því lekamálið kom upp. Stjórnarþingmenn í nefndinni telja hins vegar enga þörf á skýrslu frá nefndinni um málið. Því hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis, eins og segir í áliti meirihluta nefndarinnar, sem Vigdís hauksdóttir fulltrúi Framsóknarflokksins mælti fyrir á þinginu í dag. „Að auki hefur viðkomandi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra. Rétt er að geta þess að fyrrverandi aðstoðarmaður ráðherra hefur hlotið dóm fyrir brot í starfi, tilvitnun lýkur,“ sagði Vigdís. Hanna Birna tók ekki til máls í umræðunni en fylgdist með. Ögmundur Jónasson formaður nefndarinnar segir ráðherrann fyrrverandi enn skulda þinginu útskýringar á ýmsu í málflutningi hennar á meðan á lekamálinu stóð sem skýrsla Umboðsmanns taki ekki á. Ráðherrann fyrrverandi ætti þó sinn rétt eins og skjólstæðingar stjórnsýslunnar og starfsmenn hennar. „Og Alþingi á sinn rétt. Þingmenn eiga sinn rétt. Þingmenn sem eru að beina spurningum til framkvæmdavaldsins, til ráðherra; þeir eiga sinn rétt líka. Og Alþingi þarf að standa á þeirra rétti ekki síður en annarra,“ sagði Ögmundur. Brynjar Níelsson varaformaður nefndarinnar segir það ekki hlutverk hennar að dæma. Enda hefði hún engar forsendur til þess. Ómögulegt væri að fullyrða um hvað ráðherrann fyrrverandi vissi á hverjum tíma um lekamálið. „Viðkomandi er ekki einu sinni ráðherra lengur og ég held að menn eigi almennt að fara mjög varlega í að setja nefndina í slíkt dómarasæti. Sem gerir ekkert annað en setja hér allt í uppnám,“ sagði Brynjar Níelsson.
Alþingi Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Fleiri fréttir Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum Sjá meira