Erlent

3.700 flóttamönnum bjargað á Miðjarðarhafi

Bjarki Ármannsson skrifar
Flóttamenn sem bjargað var fyrr í mánuðinum.
Flóttamenn sem bjargað var fyrr í mánuðinum. Vísir/AP
Ítalska landhelgisgæslan og frönsk herskip björguðu 3.700 flóttamönnum við strendur Líbýíu í gærkvöldi og í nótt. Fólkið var flutt til Ítalíu en björgunaraðgerðir tóku langan tíma.

BBC hefur eftir talsmanni gæslunnar að björgunaraðgerðir muni halda áfram í allan dag. Að minnsta kosti 1.750 flóttamenn hafa látið lífið á Miðjarðarhafi undanfarna mánuði en fólkið er oftast á yfirfullum og afar lélegum bátum.

Rólegt veður er á hafinu um þessar mundir og er talið að smyglarar muni notfæra sér það og reyna að koma fleiri bátum yfir í ítalska landhelgi á næstu dögum.


Tengdar fréttir

„Hvert rými setið“

Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið.

Stærsta björgunaraðgerð gæslunnar frá upphafi

Áhöfnin á varðskipinu Tý sinnti björgunaraðgerðum í dag um 30 sjómílum norður af Líbýu þar sem um 320 flóttamenn, þar af mörg börn, voru bjargarlausir á fiskibát.

Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi

Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×