Náttúrufræðingar á LSH Una Bjarnadóttir skrifar 18. maí 2015 16:48 Á LSH starfa um 75 hámenntaðir náttúrufræðingar, og skiptist menntunarstig jafnt á milli þeirra sem eru með BSc (3ja ára), MSc (5 ár) eða PhD (minnst 8 ára háskólanám) próf. Störf náttúrufræðinga á LSH eru mjög fjölbreytt og starfa þeir á sviði erfða- og sameindalæknisfræði, frumulíffræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, veirufræði, sýklafræði, næringarfræði, svefnrannsókna, rekstrarsviði og í Blóðbankanum. Störfin ná því víða á spítalanum, eru mjög sérhæfð og oft svo sérhæfð að það er enginn annar sem getur leyst náttúrufræðinginn af eins og sannast hefur í yfirstandandi verkfalli. Ég hef upplifað ýmislegt sem trúnaðarmaður hjá þessari stofnun varðandi launaskipun og vinnuálag náttúrufræðinga á LSH. Margir eiga inni tugi og jafnvel hundruð ógreiddra yfirvinnustunda og standa oft vaktina án þess að fá það borgað. Geta ekki tekið það út sem frí, því það er enginn til að leysa þau af og stofnunin neitar að greiða þau út. Eru ávallt til taks, allan sólarhringinn jafnvel, og hafa ekki samvisku til að neita þegar bráðatilfelli koma upp og koma inn fyrirvaralaust. Launin eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir en lágmarkslaun eru langt undir 300.000 kr á mánuði og já fólki er raðað inn í lægsta launaflokkinn sem er 269 þús kr. Gott dæmi er náttúrufræðingur með MSc próf og nokkurra ára reynslu var raðað inn í launaflokk 1 og fékk 2 launaflokka fyrir MSc prófið samkvæmt stofnunarsamning eða í heildina 281.751 kr á mánuði. Annað dæmi er náttúrfræðingur með doktorspróf ásamt 25 ára reynslu og í heildina laun upp á 478.440 kr. Dæmin eru mýmörg, starfsfólki er mismunað í launum, það er yfirkeyrt í starfi og ekki er til fjármagn til að meta menntun fólks til launa á LSH eða öðrum ríkisstofnunum. Eða hvað Fréttir á borð við úthlutun makrílkvóta til valinna aðila á gjafaverði (söluvirði 70 milljarðar), afnám orkuskatts á álfyrirtækjum (1600 milljarðar), arðgreiðslur Borgunarmanna (800 milljarðar) og niðurfelling á veiðigjaldi (18-20 milljarðar) og svo mætti örugglega áfram telja, gera ekkert til að slá á þær efasemdir. Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að þegar þjóðarframleiðsla 35 landa er borin saman er Ísland í 10. sæti yfir lönd með mestu þjóðarframleiðnina. En þegar kaupmáttur launa er skoðaður (miðað er við laun háskólamenntaðra kennara) kemur í ljós að við dettum niður í 26. sæti. Á Íslandi er verið að borga laun samanber við ríki með mun minni þjóðarframleiðslu. Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld fari að gyrða sig í brók og greiði mannsæmandi laun fyrir mikilvæg og vel unnin störf og hætti að maka krókinn fyrir sig og sína. Við munum ekki samþykkja þessa allt að 3.5% launahækkun á 3 árum sem ríkið hefur verið að bjóða. Þessi 3.5% gefa ekki lágmarkslaun yfir 300.000 kr á mánuði og við það verður ekki unað. Við erum hins vegar ekki að tala um hækkun upp á 50-100% ef einhver er enn að velta því fyrir sér. Við erum einugis að tala um að menntun okkar sé metin til launa. Trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Á LSH starfa um 75 hámenntaðir náttúrufræðingar, og skiptist menntunarstig jafnt á milli þeirra sem eru með BSc (3ja ára), MSc (5 ár) eða PhD (minnst 8 ára háskólanám) próf. Störf náttúrufræðinga á LSH eru mjög fjölbreytt og starfa þeir á sviði erfða- og sameindalæknisfræði, frumulíffræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, veirufræði, sýklafræði, næringarfræði, svefnrannsókna, rekstrarsviði og í Blóðbankanum. Störfin ná því víða á spítalanum, eru mjög sérhæfð og oft svo sérhæfð að það er enginn annar sem getur leyst náttúrufræðinginn af eins og sannast hefur í yfirstandandi verkfalli. Ég hef upplifað ýmislegt sem trúnaðarmaður hjá þessari stofnun varðandi launaskipun og vinnuálag náttúrufræðinga á LSH. Margir eiga inni tugi og jafnvel hundruð ógreiddra yfirvinnustunda og standa oft vaktina án þess að fá það borgað. Geta ekki tekið það út sem frí, því það er enginn til að leysa þau af og stofnunin neitar að greiða þau út. Eru ávallt til taks, allan sólarhringinn jafnvel, og hafa ekki samvisku til að neita þegar bráðatilfelli koma upp og koma inn fyrirvaralaust. Launin eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir en lágmarkslaun eru langt undir 300.000 kr á mánuði og já fólki er raðað inn í lægsta launaflokkinn sem er 269 þús kr. Gott dæmi er náttúrufræðingur með MSc próf og nokkurra ára reynslu var raðað inn í launaflokk 1 og fékk 2 launaflokka fyrir MSc prófið samkvæmt stofnunarsamning eða í heildina 281.751 kr á mánuði. Annað dæmi er náttúrfræðingur með doktorspróf ásamt 25 ára reynslu og í heildina laun upp á 478.440 kr. Dæmin eru mýmörg, starfsfólki er mismunað í launum, það er yfirkeyrt í starfi og ekki er til fjármagn til að meta menntun fólks til launa á LSH eða öðrum ríkisstofnunum. Eða hvað Fréttir á borð við úthlutun makrílkvóta til valinna aðila á gjafaverði (söluvirði 70 milljarðar), afnám orkuskatts á álfyrirtækjum (1600 milljarðar), arðgreiðslur Borgunarmanna (800 milljarðar) og niðurfelling á veiðigjaldi (18-20 milljarðar) og svo mætti örugglega áfram telja, gera ekkert til að slá á þær efasemdir. Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að þegar þjóðarframleiðsla 35 landa er borin saman er Ísland í 10. sæti yfir lönd með mestu þjóðarframleiðnina. En þegar kaupmáttur launa er skoðaður (miðað er við laun háskólamenntaðra kennara) kemur í ljós að við dettum niður í 26. sæti. Á Íslandi er verið að borga laun samanber við ríki með mun minni þjóðarframleiðslu. Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld fari að gyrða sig í brók og greiði mannsæmandi laun fyrir mikilvæg og vel unnin störf og hætti að maka krókinn fyrir sig og sína. Við munum ekki samþykkja þessa allt að 3.5% launahækkun á 3 árum sem ríkið hefur verið að bjóða. Þessi 3.5% gefa ekki lágmarkslaun yfir 300.000 kr á mánuði og við það verður ekki unað. Við erum hins vegar ekki að tala um hækkun upp á 50-100% ef einhver er enn að velta því fyrir sér. Við erum einugis að tala um að menntun okkar sé metin til launa. Trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun