Náttúrufræðingar á LSH Una Bjarnadóttir skrifar 18. maí 2015 16:48 Á LSH starfa um 75 hámenntaðir náttúrufræðingar, og skiptist menntunarstig jafnt á milli þeirra sem eru með BSc (3ja ára), MSc (5 ár) eða PhD (minnst 8 ára háskólanám) próf. Störf náttúrufræðinga á LSH eru mjög fjölbreytt og starfa þeir á sviði erfða- og sameindalæknisfræði, frumulíffræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, veirufræði, sýklafræði, næringarfræði, svefnrannsókna, rekstrarsviði og í Blóðbankanum. Störfin ná því víða á spítalanum, eru mjög sérhæfð og oft svo sérhæfð að það er enginn annar sem getur leyst náttúrufræðinginn af eins og sannast hefur í yfirstandandi verkfalli. Ég hef upplifað ýmislegt sem trúnaðarmaður hjá þessari stofnun varðandi launaskipun og vinnuálag náttúrufræðinga á LSH. Margir eiga inni tugi og jafnvel hundruð ógreiddra yfirvinnustunda og standa oft vaktina án þess að fá það borgað. Geta ekki tekið það út sem frí, því það er enginn til að leysa þau af og stofnunin neitar að greiða þau út. Eru ávallt til taks, allan sólarhringinn jafnvel, og hafa ekki samvisku til að neita þegar bráðatilfelli koma upp og koma inn fyrirvaralaust. Launin eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir en lágmarkslaun eru langt undir 300.000 kr á mánuði og já fólki er raðað inn í lægsta launaflokkinn sem er 269 þús kr. Gott dæmi er náttúrufræðingur með MSc próf og nokkurra ára reynslu var raðað inn í launaflokk 1 og fékk 2 launaflokka fyrir MSc prófið samkvæmt stofnunarsamning eða í heildina 281.751 kr á mánuði. Annað dæmi er náttúrfræðingur með doktorspróf ásamt 25 ára reynslu og í heildina laun upp á 478.440 kr. Dæmin eru mýmörg, starfsfólki er mismunað í launum, það er yfirkeyrt í starfi og ekki er til fjármagn til að meta menntun fólks til launa á LSH eða öðrum ríkisstofnunum. Eða hvað Fréttir á borð við úthlutun makrílkvóta til valinna aðila á gjafaverði (söluvirði 70 milljarðar), afnám orkuskatts á álfyrirtækjum (1600 milljarðar), arðgreiðslur Borgunarmanna (800 milljarðar) og niðurfelling á veiðigjaldi (18-20 milljarðar) og svo mætti örugglega áfram telja, gera ekkert til að slá á þær efasemdir. Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að þegar þjóðarframleiðsla 35 landa er borin saman er Ísland í 10. sæti yfir lönd með mestu þjóðarframleiðnina. En þegar kaupmáttur launa er skoðaður (miðað er við laun háskólamenntaðra kennara) kemur í ljós að við dettum niður í 26. sæti. Á Íslandi er verið að borga laun samanber við ríki með mun minni þjóðarframleiðslu. Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld fari að gyrða sig í brók og greiði mannsæmandi laun fyrir mikilvæg og vel unnin störf og hætti að maka krókinn fyrir sig og sína. Við munum ekki samþykkja þessa allt að 3.5% launahækkun á 3 árum sem ríkið hefur verið að bjóða. Þessi 3.5% gefa ekki lágmarkslaun yfir 300.000 kr á mánuði og við það verður ekki unað. Við erum hins vegar ekki að tala um hækkun upp á 50-100% ef einhver er enn að velta því fyrir sér. Við erum einugis að tala um að menntun okkar sé metin til launa. Trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Verkfall 2016 Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana Jóhanna María Ægisdóttir skrifar Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á LSH starfa um 75 hámenntaðir náttúrufræðingar, og skiptist menntunarstig jafnt á milli þeirra sem eru með BSc (3ja ára), MSc (5 ár) eða PhD (minnst 8 ára háskólanám) próf. Störf náttúrufræðinga á LSH eru mjög fjölbreytt og starfa þeir á sviði erfða- og sameindalæknisfræði, frumulíffræði, blóðmeinafræði, ónæmisfræði, veirufræði, sýklafræði, næringarfræði, svefnrannsókna, rekstrarsviði og í Blóðbankanum. Störfin ná því víða á spítalanum, eru mjög sérhæfð og oft svo sérhæfð að það er enginn annar sem getur leyst náttúrufræðinginn af eins og sannast hefur í yfirstandandi verkfalli. Ég hef upplifað ýmislegt sem trúnaðarmaður hjá þessari stofnun varðandi launaskipun og vinnuálag náttúrufræðinga á LSH. Margir eiga inni tugi og jafnvel hundruð ógreiddra yfirvinnustunda og standa oft vaktina án þess að fá það borgað. Geta ekki tekið það út sem frí, því það er enginn til að leysa þau af og stofnunin neitar að greiða þau út. Eru ávallt til taks, allan sólarhringinn jafnvel, og hafa ekki samvisku til að neita þegar bráðatilfelli koma upp og koma inn fyrirvaralaust. Launin eru heldur ekkert til að hrópa húrra yfir en lágmarkslaun eru langt undir 300.000 kr á mánuði og já fólki er raðað inn í lægsta launaflokkinn sem er 269 þús kr. Gott dæmi er náttúrufræðingur með MSc próf og nokkurra ára reynslu var raðað inn í launaflokk 1 og fékk 2 launaflokka fyrir MSc prófið samkvæmt stofnunarsamning eða í heildina 281.751 kr á mánuði. Annað dæmi er náttúrfræðingur með doktorspróf ásamt 25 ára reynslu og í heildina laun upp á 478.440 kr. Dæmin eru mýmörg, starfsfólki er mismunað í launum, það er yfirkeyrt í starfi og ekki er til fjármagn til að meta menntun fólks til launa á LSH eða öðrum ríkisstofnunum. Eða hvað Fréttir á borð við úthlutun makrílkvóta til valinna aðila á gjafaverði (söluvirði 70 milljarðar), afnám orkuskatts á álfyrirtækjum (1600 milljarðar), arðgreiðslur Borgunarmanna (800 milljarðar) og niðurfelling á veiðigjaldi (18-20 milljarðar) og svo mætti örugglega áfram telja, gera ekkert til að slá á þær efasemdir. Í nýlegri skýrslu OECD kemur fram að þegar þjóðarframleiðsla 35 landa er borin saman er Ísland í 10. sæti yfir lönd með mestu þjóðarframleiðnina. En þegar kaupmáttur launa er skoðaður (miðað er við laun háskólamenntaðra kennara) kemur í ljós að við dettum niður í 26. sæti. Á Íslandi er verið að borga laun samanber við ríki með mun minni þjóðarframleiðslu. Það er löngu kominn tími til að stjórnvöld fari að gyrða sig í brók og greiði mannsæmandi laun fyrir mikilvæg og vel unnin störf og hætti að maka krókinn fyrir sig og sína. Við munum ekki samþykkja þessa allt að 3.5% launahækkun á 3 árum sem ríkið hefur verið að bjóða. Þessi 3.5% gefa ekki lágmarkslaun yfir 300.000 kr á mánuði og við það verður ekki unað. Við erum hins vegar ekki að tala um hækkun upp á 50-100% ef einhver er enn að velta því fyrir sér. Við erum einugis að tala um að menntun okkar sé metin til launa. Trúnaðarmaður náttúrufræðinga á Landspítalanum.
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar
Skoðun Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda? Þóra Einarsdóttir skrifar