Los Angeles Clippers sló NBA-meistara San Antonio Spurs út í oddaleik í fyrstu umferðinni og komst síðan í 3-1 á móti Houston Rockets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar.
Houston-liðið gafst ekki upp og komst í úrslit Vesturdeildarinnar með því að vinna þrjá leiki í röð þar á meðal oddaleik liðanna í gær.
Magic Johnson stráði salt í sár Clippers-manna eftir leikinn þegar karlinn skellti sér á twitter.
„Ég hélt að Spurs-liðið hefði kennt Clippers að vinna eftir sjö leikja seríu þeirra. Ég hafði rangt fyrir mér. Clippers eru ennþá Clippers," skrifaði Magic.
Los Angeles Clippers hefur verið með flott lið undanfarin ár og hefur oft farið illa með Lakers-liðið í innbyrðisleikjum LA-liðanna. Liðið hefur hinsvegar aldrei tekist að komast í úrslit Vesturdeildarinnar hvað þá í lokaúrslitin um titilinn.
Los Angeles Clippers datt út fyrir Oklahoma City Thunder í 2. umferð 2014, á móti Memphis Grizzlies í 1. umferð 2013 og á móti San Antonio Spurs í 2. umferð 2012.
I thought the Spurs taught the Clippers how to win after a tough 7 game series. I was wrong. The Clippers are still the Clippers.
— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 17, 2015
I think the Clippers must make roster changes if they want to get to the Western Conference Finals and the NBA Finals!
— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 17, 2015
Give LA Times @BillPlaschke credit he wrote 2 articles that told the truth about the Clippers, after Game 6 & again … http://t.co/EbA8Brwu5c
— Earvin Magic Johnson (@MagicJohnson) May 17, 2015