Körfubolti

Real Madrid mætir Olympiacos í úrslitaleik Meistaradeildarinnar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gustavo Ayon átti flottan leik þegar Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í kvöld.
Gustavo Ayon átti flottan leik þegar Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í kvöld. vísir/getty
Það verður Real Madrid sem mætir Olympiacos í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í körfubolta á sunnudaginn.

Sjá einnig: Olympiacos í úrslitaleikinn í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.

Real Madrid tryggði sér sæti í úrslitaleiknum með níu stiga sigri, 96-87, á Fenerbache í seinni undanúrslitaleiknum í kvöld en úrslitahelgin fer fram á heimavelli Madrídinga.

Mexíkóinn Gustavo Ayon skoraði 18 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar fyrir Real Madrid sem leiddi með 20 stigum í hálfleik, 55-35.

Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Real Madrid sem er sigursælasta lið í sögu keppninnar.

Tuttugu ár eru hins vegar liðin síðan Real Madrid vann titilinn síðast en Madrídingar fá tækifæri til að bæta níunda titlinum í safnið á sunnudaginn þegar Spánverjarnir mæta gríska liðinu Olympiacos.

Þessi lið mættust í úrslitaleik Meistaradeildarinnar fyrir tveimur árum þar sem Grikkirnir höfðu betur, 100-88.


Tengdar fréttir

Olympiacos í þriðja úrslitaleikinn á fjórum árum

Olympiacos er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í körfubolta eftir tveggja stiga sigur, 68-70, á CSKA Moskvu í fyrri undanúrslitaleik keppninnar en úrslitahelgin fer fram í Madríd á Spáni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×