Forsætisráðherra kom stjórnarandstöðunni á óvart Heimir Már Pétursson skrifar 15. maí 2015 19:00 „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lét undan þrýstingi umhverfisráðherra og stjórnarandstöðunnar í dag og hætti við að leggja til að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingarflokk. Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða við stjórnarandstöðuna um þinglok undir hótunum hennar og því geti þingið haldið áfram næstu vikur og mánuði. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að setja auk Hagavatnsvirkjunar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem og Skrokkölduveitu og Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk stóðu yfir þriðja daginn í röð á Alþingi í dag. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið undir liðnum fundarstjórn forseta í um klukkustund áður en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom þingheimi á óvart í svari við fyrirspurn frá formanni Bjartrar framtíðar. „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Sem þó væri til bóta að virkja að mati forsætisráðherra, þar sem þá yrði Hagavatn fært til fyrri stærðar og dregið úr miklu moldroki þaðan. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur einnig sett fram efasemdir um Skrokkölduvirkjun. „Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti (Einar K. Guðfinnson) að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hér í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur formaður Bjartrar framtíðar. Ekki væri óskað eftir faglegu mati forsætisráðherra á einstökum virkjunum. Það væri verkefnisstjórnar rammaáæltunar að meta kostina. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata hvatti forsætisráðherra til að boða til funda formanna flokkanna um framgang mála á Alþingi. En að deginum í dag meðtöldum eru aðeins fimm þingfundadagar eftir af vorþingi og mörg stór mál óafgreidd. Það myndi hjálpa til að boða til fundar um málin. „Því það er bara þannig að alltaf þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hér upp í pontu þá er eins og allir misskilji hann. Ég held að þetta yrði þá til þess að tryggja að svona mikils misskilnings gæti ekki,“ sagði Birgitta. „Það er ekki hægt fyrir ríkisstjórn að fara að ræða við fulltrúa minnihlutans undir hótunum. Hótunum eins og birst hafa hér í dag, algerlega afdráttarlausar og skýrar um að menn muni ekki fá að ræða mál í þinginu nema þeir geri eins og stjórnarandstaðan vill. Við þær aðstæður er ekki hægt að halda samráðsfundi,“ sagði forsætisráðherra og bætti við, að ef stjórnarandstaðan héldi málþófi sínu áfram gæti þingið starfað áfram næstu vikur og mánuði. Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis lét undan þrýstingi umhverfisráðherra og stjórnarandstöðunnar í dag og hætti við að leggja til að Hagavatnsvirkjun verði færð í nýtingarflokk. Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða við stjórnarandstöðuna um þinglok undir hótunum hennar og því geti þingið haldið áfram næstu vikur og mánuði. Umræður um breytingartillögu meirihluta atvinnuveganefndar um að setja auk Hagavatnsvirkjunar þrjár virkjanir í neðri hluta Þjórsár sem og Skrokkölduveitu og Hagavatnsvirkjun í nýtingarflokk stóðu yfir þriðja daginn í röð á Alþingi í dag. Og þingmenn stjórnarandstöðunnar ræddu málið undir liðnum fundarstjórn forseta í um klukkustund áður en óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra hófust, þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra kom þingheimi á óvart í svari við fyrirspurn frá formanni Bjartrar framtíðar. „Til þess að leiða fram mesta mögulega sátt hefur hæstvirtur umhverfisráðherra gert samkomulag við meirihluta atvinnuveganefndar um að draga til baka tillögu um að setja Hagavatn í nýtingu að sinni,“ sagði Sigmundur Davíð. Sem þó væri til bóta að virkja að mati forsætisráðherra, þar sem þá yrði Hagavatn fært til fyrri stærðar og dregið úr miklu moldroki þaðan. En Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra hefur einnig sett fram efasemdir um Skrokkölduvirkjun. „Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti (Einar K. Guðfinnson) að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hér í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur formaður Bjartrar framtíðar. Ekki væri óskað eftir faglegu mati forsætisráðherra á einstökum virkjunum. Það væri verkefnisstjórnar rammaáæltunar að meta kostina. Birgitta Jónsdóttir kapteinn Pírata hvatti forsætisráðherra til að boða til funda formanna flokkanna um framgang mála á Alþingi. En að deginum í dag meðtöldum eru aðeins fimm þingfundadagar eftir af vorþingi og mörg stór mál óafgreidd. Það myndi hjálpa til að boða til fundar um málin. „Því það er bara þannig að alltaf þegar hæstvirtur forsætisráðherra kemur hér upp í pontu þá er eins og allir misskilji hann. Ég held að þetta yrði þá til þess að tryggja að svona mikils misskilnings gæti ekki,“ sagði Birgitta. „Það er ekki hægt fyrir ríkisstjórn að fara að ræða við fulltrúa minnihlutans undir hótunum. Hótunum eins og birst hafa hér í dag, algerlega afdráttarlausar og skýrar um að menn muni ekki fá að ræða mál í þinginu nema þeir geri eins og stjórnarandstaðan vill. Við þær aðstæður er ekki hægt að halda samráðsfundi,“ sagði forsætisráðherra og bætti við, að ef stjórnarandstaðan héldi málþófi sínu áfram gæti þingið starfað áfram næstu vikur og mánuði.
Alþingi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira