Lilja Dögg Valþórsdóttir er gengin í raðir Vals frá Breiðabliki.
Lilja Dögg, sem verður 33 ára á árinu, lék sem lánsmaður með Aftureldingu á síðustu leiktíð en hún hefur alls leikið 162 leiki í efstu deild með Val, Stjörnunni, Þór/KA/KS, KR, HK/Víkingi, Breiðabliki og Aftureldingu.
Lilja gæti leikið sinn fyrsta leik með Val þegar liðið sækir KR heim í 2. umferð Pepsi-deildarinnar á þriðjudaginn.
Valsliðið byrjaði tímabilið vel og vann 3-0 sigur á Aftureldingu í fyrstu umferðinni.
Lilja Dögg á Hlíðarenda

Tengdar fréttir

Harpa tryggði Stjörnunni sigur á KR | Stórsigur Blika
Fjórum leikjum er lokið í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna.