Fótbolti

Hannes er ekki á leið til Hammarby heldur Ögmundur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ögmundur í leik með Fram.
Ögmundur í leik með Fram. vísir/daníel
Fram kom í frétt sænska vefmiðilsins fotbollskanalen.se í morgun að úrvalsdeildarliðið Hammarby væri að horfa til Hannesar Þórs Halldórssonar, landsliðsmarkvarðar.

Hammarby er að missa markvörðinn sinn Johannes Hopf til Tyrklands og var Hannes Þór sagður eiga vera eftirmaður hans.

Sænski miðillinn virðist hafa ruglast á landsliðsmarkvörðum því fram kemur á vef Berlingske Tidende að Ögmundur Kristinsson, varamarkvörður íslenska landsliðsins, sé búinn að semja við Hammarby til þriggja ára.

Ögmundur hefur verið varamaður danska úrvalsdeildarliðsins Randers í tæpt ár eða síðan hann gekk í raðir félagsins frá Fram.

Með Hammarby leikur landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson en liðið er í níunda sæti í sænsku úrvalsdeildinni með ellefu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×