Ef Ísland vinnur Eurovision mun Netgíró endurgreiða eitt þúsund reikninga í maí. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Netgíró.
„Upphæðin getur numið háum fjárhæðum enda Netgíró vaxið að vinsældum síðustu misseri,“ sagði í tilkynningunni en ekkert er fjallað um hámark á reikningum og því getur verið um mikla búbót fyrir notendur Netgíró að ræða.
„Starfsfólk Netgíró hefur alltaf haft mikinn áhuga á Eurovision söngkeppninni og þegar við vorum að ræða framlag Íslands í ár, voru menn mjög sigurvissir, enda lagið frábært. Við höfum svo mikla trú á því að við erum tilbúin til að fara alla leið og það gerum við með þessum hætti,“ segir Helga María Helgadóttir, framkvæmdastjóri Netgíró í tilkynningunni.
María Ólafsdóttir mun stíga á svið fyrir hönd Íslands í undankeppni Eurovision þann 21. maí og hefur henni verið spáð góðu gengi.
„Við stöndum með Maríu og lagahöfundunum í StopWaitGo og munum endurgreiða þessa 1.000 reikninga með bros á vör ef Ísland vinnur. Þú þarft að skrá þig á netgiro.is til að geta nýtt þér þjónustu okkar. Áfram Ísland“ segir Helga María.
Netgíró er ný greiðsluleið sem gengur út á að vörur eða þjónusta er keypt á netinu og sendur er greiðsluseðill í netbanka viðskiptavinar.
Netgíró endurgreiðir þúsund reikninga ef María vinnur
Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar

Mest lesið

Þrír í vikulangt gæsluvarðhald
Innlent





Best að sleppa áfenginu alveg
Innlent

Lögregla lýsir eftir manni
Innlent


