Lítil flugvél í sjóinn í Mosfellsbæ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. maí 2015 14:44 Slökkviliðið á vettvangi fyrr í dag. Vísir/Pjetur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn í Leiruvoginum í Mosfellsbæ. Einn var um borð í flugvélinni. Hann er nú kominn úr vélinni og í land. Slökkviliðið vinnur nú á vettvangi. Uppfært klukkan 14:58 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Mosfellsbæ hefur maðurinn verið fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans eru talin vera minniháttar.Uppfært klukkan 15:15 Flugvélin flýtur nú á hvolfi í sjónum. Nokkur brot má sjá í sjónum við vélina en annars er hún fremur heilleg á að líta. Sjórinn er nokkuð grunnur þar sem vélin er og stutt er til lands.Uppfært klukkan 15:40Vitni sem fréttamaður ræddi við sögðust hafa verið að spila golf á Hlíðavelli þegar þau urðu vör við flugvélina. Henni hafði verið flogið fram og tilbaka yfir Voginum og var svo flogið út Voginn. Veittu þeir því athygli hve lágt flug vélarinnar var. Þegar gerð var tilraun til vinstri beygju tók vélin að hallast og rakst vængurinn í sjóinn. Grunnt er á því svæði þar sem vélin stöðvaðist. Mennirnir hlupu niður í fjöru og sáu manninn koma undan flakinu. Kom hann þeim skilaboðum á framfæri að hann væri einn í vélinni áður en hann óð í land. Töldu vitnin manninn líklega um þrítugt en hann virtist vera laskaður á handlegg.Vélin flýtur á sjónum á hvolfi.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonSlökkvilið og lögregla mættu á vettvang og hefur flugmaður vélarinnar verið fluttur á sjúkrahús.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonUppfært klukkan 17:45 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Jodel, með skráningarnúmerið TF-REX. Aðeins fimm slíkum vélum er jafnan flogið hér á landi. Flugvélin er tveggja sæta, með 95 hestafla vél, af árgerðinni 1960. Hún var flutt hingað til lands árið 2004. Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fyrir stundu vegna lítillar flugvélar sem að fór í sjóinn í Leiruvoginum í Mosfellsbæ. Einn var um borð í flugvélinni. Hann er nú kominn úr vélinni og í land. Slökkviliðið vinnur nú á vettvangi. Uppfært klukkan 14:58 Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Mosfellsbæ hefur maðurinn verið fluttur á sjúkrahús. Meiðsl hans eru talin vera minniháttar.Uppfært klukkan 15:15 Flugvélin flýtur nú á hvolfi í sjónum. Nokkur brot má sjá í sjónum við vélina en annars er hún fremur heilleg á að líta. Sjórinn er nokkuð grunnur þar sem vélin er og stutt er til lands.Uppfært klukkan 15:40Vitni sem fréttamaður ræddi við sögðust hafa verið að spila golf á Hlíðavelli þegar þau urðu vör við flugvélina. Henni hafði verið flogið fram og tilbaka yfir Voginum og var svo flogið út Voginn. Veittu þeir því athygli hve lágt flug vélarinnar var. Þegar gerð var tilraun til vinstri beygju tók vélin að hallast og rakst vængurinn í sjóinn. Grunnt er á því svæði þar sem vélin stöðvaðist. Mennirnir hlupu niður í fjöru og sáu manninn koma undan flakinu. Kom hann þeim skilaboðum á framfæri að hann væri einn í vélinni áður en hann óð í land. Töldu vitnin manninn líklega um þrítugt en hann virtist vera laskaður á handlegg.Vélin flýtur á sjónum á hvolfi.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonSlökkvilið og lögregla mættu á vettvang og hefur flugmaður vélarinnar verið fluttur á sjúkrahús.Mynd/Magnús Þór ÞórhallssonUppfært klukkan 17:45 Vélin sem brotlenti var af gerðinni Jodel, með skráningarnúmerið TF-REX. Aðeins fimm slíkum vélum er jafnan flogið hér á landi. Flugvélin er tveggja sæta, með 95 hestafla vél, af árgerðinni 1960. Hún var flutt hingað til lands árið 2004.
Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Sjá meira