Þjálfarar tuttugu ára landsliða karla og kvenna í körfubolta völdu í dag tólf manna hópa sína fyrir Norðurlandamótið sem fer fram í sumar. Körfuknattleiksambandið segir frá valinu inn á heimasíðu sinni.
Keflvíkingarnir Ingunn Embla Kristínardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir eru báðar í 20 ára landsliði kvenna að þessu sinni og náðu því þar með að vera valdar í tvö landslið á tveimur dögum.
Ingunn Embla og Sara Rún eru líka í tólf manna hópi A-landsliðsins sem er að fara að keppa á Smáþjóðaleikunum í næstu viku. A-landsliðshópurinn var tilkynntur í gær.
Strákarnir keppa í Finnlandi og stelpurnar í Danmörku en mótin fara bæði fram um miðjan júní.
Ingunn Embla og Sara Rún eru tvær af fimm Keflvíkingum í liðinu en hinar eru þær Marín Laufey Davíðsdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir og Hallveig Jónsdóttir.
Stjarnan á flesta leikmenn í karlaliðinu eða þrjá en það eru þeir Dagur Kár Jónsson, Brynjar Friðriksson og Tómas Hilmarsson.
20 ára landslið kvenna:
Guðlaug Björt Júlíusdóttir, Grindavík
Marín Laufey Davíðsdóttir, Keflavík
Lovísa Björt Henningsdóttir, Haukum
Hallveig Jónsdóttir, Keflavík
Ingunn Embla Kristínardóttir, Keflavík
Sandra Lind Þrastardóttir, Keflavík
Sara Diljá Sigurðardóttir, Val
Sara Rún Hinriksdóttir, Keflavík
Sólrún Inga Gísladóttir, Haukum
Sólrún Sæmundsdóttir , KR
Sylvía Hálfdánardóttir , Haukum
Þóra Kristín Jónsdóttir , Haukum
Þjálfari: Bjarni Magnússon
Aðstoðarþjálfari: Andri Kristinsson
20 ára landslið karla:
Dagur Kár Jónsson, Stjörnunni
Brynjar Friðriksson, Stjörnunni
Jón Axel Guðmundsson, Grindavík
Oddur Rúnar Kristjánsson, Grindavík
Pétur Rúnar Birgisson, Tindastól
Maciej Baginski , Njarðvík
Hjálmar Stefánsson , Haukum
Eysteinn Ævarsson, Keflavík
Kristján Leifur Sverrisson, Haukum
Maciej Klimazewski, FSu
Tómas Hilmarsson, Stjörnunni
Viðar Ágústsson , Tindastól
Þjálfari:Finnur Freyr Stefánsson
Aðstoðarþjálfari:Erik Olson
Valdar í tvö landslið á tveimur dögum

Tengdar fréttir

Hópurinn fyrir Smáþjóðaleikana klár
Ívar Ásgrímsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, hefur valið þá 12 leikmenn munu spila fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum hér á landi 1.-6. júní.