Fjármálaráðuneytið hafnar því að ráðuneytisstjóri hafi brotið lög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2015 13:24 Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. vísir/anton brink Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. Fram hefur komið að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, telji að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, hafi brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við sig og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Í skriflegu svari ráðuneytisins segir að þegar sameina átti Sparisjóð Norðurlands og Sparisjóð Bolungarvíkur í júlí í fyrra hafi legið fyrir að óeining væri um sameininguna. Bolvíkingar voru óánægðir með hana og var því hætta á að sameiningin myndi ekki ganga eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, óskaði eftir því við ráðuneytisstjóra að „upplýsingum um óánægju heimamanna yrði komið á framfæri við Bankasýslu ríkisins og leita þyrfti leiða til að tryggja samstöðu um sameiningu þessara tveggja sparisjóða í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, þar sem segir að stuðla skuli að hagræðingu í fjármálakerfinu, og stefnu Bankasýslunnar.“ Ráðuneytisstjóri hafi því tekið málið upp við þáverandi formann Bankasýslunnar sem og forstjórann og komið sjónarmiðum Bolvíkinga á framfæri. „Í þeim samtölum kom fram að e.t.v. væri möguleiki að seinka boðuðum stjórnarfundi hins sameinaða sparisjóðs ef það mætti verða til að tryggja að sátt gæti orðið um framhald málsins. Ekki var af hálfu ráðuneytisins óskað eftir sérstökum trúnaði um þessi samtöl og því fer fjarri að þessi samtöl hafi falið í sér tilmæli af hálfu ráðuneytisins, enda er sérstaklega kveðið á um veitingu tilmæla frá ráðuneytinu til stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna.“ Í svari ráðuneytisins kemur jafnframt fram að málið hafi verið rætt í þáverandi stjórn Bankasýslunnar. Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Fjármálaráðuneytið hafnar því að hafa beint tilmælum til Bankasýslu ríkisins vegna skipunar á stjórnarformanni og frestunar á stjórnarfundi íslensk fjármálafyrirtækis. Fram hefur komið að forstjóri Bankasýslunnar, Jón Gunnar Jónsson, telji að Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri, hafi brotið lög þegar hann hafði tvívegis samband við sig og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. Þá beindi ráðuneytisstjórinn jafnframt þeim tilmælum til forstjórans að hann beitti sér fyrir því að umrætt fyrirtæki frestaði stjórnarfundi. Í skriflegu svari ráðuneytisins segir að þegar sameina átti Sparisjóð Norðurlands og Sparisjóð Bolungarvíkur í júlí í fyrra hafi legið fyrir að óeining væri um sameininguna. Bolvíkingar voru óánægðir með hana og var því hætta á að sameiningin myndi ekki ganga eftir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, óskaði eftir því við ráðuneytisstjóra að „upplýsingum um óánægju heimamanna yrði komið á framfæri við Bankasýslu ríkisins og leita þyrfti leiða til að tryggja samstöðu um sameiningu þessara tveggja sparisjóða í samræmi við markmið eigendastefnu ríkisins fyrir fjármálafyrirtæki, þar sem segir að stuðla skuli að hagræðingu í fjármálakerfinu, og stefnu Bankasýslunnar.“ Ráðuneytisstjóri hafi því tekið málið upp við þáverandi formann Bankasýslunnar sem og forstjórann og komið sjónarmiðum Bolvíkinga á framfæri. „Í þeim samtölum kom fram að e.t.v. væri möguleiki að seinka boðuðum stjórnarfundi hins sameinaða sparisjóðs ef það mætti verða til að tryggja að sátt gæti orðið um framhald málsins. Ekki var af hálfu ráðuneytisins óskað eftir sérstökum trúnaði um þessi samtöl og því fer fjarri að þessi samtöl hafi falið í sér tilmæli af hálfu ráðuneytisins, enda er sérstaklega kveðið á um veitingu tilmæla frá ráðuneytinu til stofnunarinnar í lögum um Bankasýslu ríkisins nr. 88/2009, sbr. 2. mgr. 2. gr. laganna.“ Í svari ráðuneytisins kemur jafnframt fram að málið hafi verið rætt í þáverandi stjórn Bankasýslunnar.
Tengdar fréttir Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15 Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31 Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarinn Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Eignarhlutir ríkisins í bönkunum framseldir eftir að lagaheimild fékkst Samningar um framsölin þó undirritaðir þegar engin heimild var til að ráðstafa eignarhlutunum. 28. maí 2015 12:15
Ekki lagaheimild til að afhenda slitabúunum bankana Bankasýsla ríkisins segir að Steingrímu J. Sigfússon hafi ekki haft heimild til að afhenda slitabúum föllnu bankanna Glitni og Arion banka. 28. maí 2015 07:31
Forstjóri Bankasýslunnar telur ráðuneytisstjóra hafa brotið lög Seinasta sumar hafði Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, tvívegis beint samband við Jón Gunnar Jónsson, forstjóra Bankasýslu ríkisins og reyndi að hafa áhrif á val á stjórnarformanni íslensks fjármálafyrirtækis. 28. maí 2015 11:10