Bjarni segir nauðsynlegt að ná sátt um virkjanamálin Heimir Már Pétursson skrifar 27. maí 2015 19:30 Fjármálaráðherra vonar að sátt náist á Alþingi um afgreiðslu virkjanamálanna sem forseti tók af dagskrá þingsins í gærkvöldi til að skapa svigrúm til samninga. Stund skapaðist milli stríða þegar forseti Alþingis tók virkjanamálin af dagskrá í gærkvöldi. Fjöldi annarra mála bíður hins vegar afgreiðslu eins og sjá mátti á dagskrá þingsins í dag þegar þrjátíu og þrjú mál voru á dagskránni og önnur stór mál eru á leið til þings. „Mér finnst aðalatriðið við þessar aðstæður að það eru margir tugir mála sem hafa verið í vinnslu í þinginu í allan vetur sem hafa í raun verið lögð til hliðar.Þau mál sem eru fullunnin þurfa auðvitað að klárast,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þannig að mikil vinna nefnda og umsagnaraðila fari ekki til spillis. En síðan eru það stóru málin sem munu vafalaust taka drjúgan tíma í umræðum á Alþingi. „Augljóslega erum við með gjaldeyrishöftin. Við erum mögulega með einhverjar aðgerðir í húsnæðismálum, þótt þær gætu mögulega komið fram í haust. Við erum með frumvarp um opinber fjármál. Ég er með nokkur mál sem tengjast fjármálamarkaðnum. Aðrir ráðherrar eru með sín mál allt frá Þróunarsamvinnustofnun yfir í ólík önnur ráðuneyti, menntamál og annað þess háttar,“ segir Bjarni. En þótt stund sé milli stríða á Alþingi segir Bjarni virkjanamálunum ekki lokið þótt vonandi náist sátt um þau þannig að rammaáætlun haldi. „Þetta er ákveðin spegilmynd af því sem gerðist á síðasta kjörtímabili. Við þurfum flokkarnir í raun og veru að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda í þetta fyrirkomulag eða bara leggja það til hliðar. Því hafi ranglega verið haldið fram að meirihlutinn sé að rjúfa sátt. Það þurfi að taka grundvallarumræðuna upp á nýtt eins og tillaga meirihlutans feli í sér. Þannig að í þínum huga gæti alveg eins komið til greina að fara bara gömlu leiðina að Alþingi tæki ákvörðun um hverja virkjun fyrir sig? „Nei, ég er ekki tilbúinn til að mæla með því.Ég tel að við höfum einfaldlega náð það miklum árangri hingað til í að ná þverpólitískri sátt að við getum ekki látið þessa stöðu sem snýst um nokkra tiltekna kosti valda því að heildarsamkomulagið hrynji allt til grunna,“ segir Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Fjármálaráðherra vonar að sátt náist á Alþingi um afgreiðslu virkjanamálanna sem forseti tók af dagskrá þingsins í gærkvöldi til að skapa svigrúm til samninga. Stund skapaðist milli stríða þegar forseti Alþingis tók virkjanamálin af dagskrá í gærkvöldi. Fjöldi annarra mála bíður hins vegar afgreiðslu eins og sjá mátti á dagskrá þingsins í dag þegar þrjátíu og þrjú mál voru á dagskránni og önnur stór mál eru á leið til þings. „Mér finnst aðalatriðið við þessar aðstæður að það eru margir tugir mála sem hafa verið í vinnslu í þinginu í allan vetur sem hafa í raun verið lögð til hliðar.Þau mál sem eru fullunnin þurfa auðvitað að klárast,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þannig að mikil vinna nefnda og umsagnaraðila fari ekki til spillis. En síðan eru það stóru málin sem munu vafalaust taka drjúgan tíma í umræðum á Alþingi. „Augljóslega erum við með gjaldeyrishöftin. Við erum mögulega með einhverjar aðgerðir í húsnæðismálum, þótt þær gætu mögulega komið fram í haust. Við erum með frumvarp um opinber fjármál. Ég er með nokkur mál sem tengjast fjármálamarkaðnum. Aðrir ráðherrar eru með sín mál allt frá Þróunarsamvinnustofnun yfir í ólík önnur ráðuneyti, menntamál og annað þess háttar,“ segir Bjarni. En þótt stund sé milli stríða á Alþingi segir Bjarni virkjanamálunum ekki lokið þótt vonandi náist sátt um þau þannig að rammaáætlun haldi. „Þetta er ákveðin spegilmynd af því sem gerðist á síðasta kjörtímabili. Við þurfum flokkarnir í raun og veru að gera það upp við okkur hvort við ætlum að halda í þetta fyrirkomulag eða bara leggja það til hliðar. Því hafi ranglega verið haldið fram að meirihlutinn sé að rjúfa sátt. Það þurfi að taka grundvallarumræðuna upp á nýtt eins og tillaga meirihlutans feli í sér. Þannig að í þínum huga gæti alveg eins komið til greina að fara bara gömlu leiðina að Alþingi tæki ákvörðun um hverja virkjun fyrir sig? „Nei, ég er ekki tilbúinn til að mæla með því.Ég tel að við höfum einfaldlega náð það miklum árangri hingað til í að ná þverpólitískri sátt að við getum ekki látið þessa stöðu sem snýst um nokkra tiltekna kosti valda því að heildarsamkomulagið hrynji allt til grunna,“ segir Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira