Geir um handtökurnar: Mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. maí 2015 14:24 „Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. Handtökurnar fóru fram á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing FIFA fer fram á föstudaginn. Þar verður kosið til forseta sambandsins en hinn mjög svo umdeildi Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri. Geir var nýkominn til Zürich, ásamt Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, þegar Guðjón náði tali af honum.Þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög „Evrópuþjóðirnar munu funda á morgun og við bíðum fundarins og væntum þess að fá frekari upplýsingar þá,“ sagði Geir sem bætti því við hann hefði ekki farið varhluta af þeirri háværu umræðu um spillingu innan FIFA. „Alls ekki og þetta er mikið áfall. En auðvitað þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög. Ef þessir einstaklingar verða ákærðir og dæmdir er það mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna,“ sagði Geir ennfremur en telur hann að Blatter hafi jafn víðtækan stuðning og hann hafði fyrir atburði næturinnar?John Oliver kann betur en flestir að útskýra flókin mál á einfaldan og skemmtilegan hátt. Hér fer hann í saumana á FIFA og Sepp Blatter.„Ég þori ekkert að segja um það en þetta hlýtur að hafa áhrif. Maðu veltir því fyrir sér hvort kosningin geti yfirhöfuð farið fram vegna þessara atburða,“ sagði Geir en á blaðamannfundi sem FIFA boðaði til í morgun sagði Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi sambandsins, að kosningarnar myndu fara fram sama hvað.Evrópa er bara með 52 atkvæði Aðspurður um stuðning við Blatter og hvort KSÍ muni fylgja skoðun UEFA hafði Geir þetta að segja: „Við höfum jafnan gert það. Það er röng túlkun að KSÍ hafi alltaf stutt Blatter, við studdum fyrst og fremst Lennart Johannsson í kjörinu gegn Blatter á sínum tíma (1998) en urðum undir þar. „Síðan hefur hann verið endurkjörinn auðveldlega og hefur mikinn stuðning víðast hvar í heiminum. Evrópa hefur bara 52 atkvæði af 209,“ sagði Geir en Blatter var búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Hann stóð ekki við þau orð og stefnir á að sitja á forsetastóli næstu árin. Það hefur skapað mikla úlfúð meðal Evrópuþjóða að sögn Geirs. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan. FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira
„Á þessari stundu veit ég ekkert meira en það sem hefur komið fram í fjölmiðlum,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, í samtali við Guðjón Guðmundsson, aðspurður um handtökur á sjö hátt settum stjórnarmönnum FIFA í nótt. Mennirnir sem um ræðir voru ákærðir í Bandaríkjunum en þeir eru sakaðir um spillingu; peningaþvætti og mútustarfsemi. Handtökurnar fóru fram á hóteli í Zürich í Sviss þar sem ársþing FIFA fer fram á föstudaginn. Þar verður kosið til forseta sambandsins en hinn mjög svo umdeildi Sepp Blatter sækist eftir endurkjöri. Geir var nýkominn til Zürich, ásamt Klöru Bjartmarz, framkvæmdarstjóra KSÍ, þegar Guðjón náði tali af honum.Þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög „Evrópuþjóðirnar munu funda á morgun og við bíðum fundarins og væntum þess að fá frekari upplýsingar þá,“ sagði Geir sem bætti því við hann hefði ekki farið varhluta af þeirri háværu umræðu um spillingu innan FIFA. „Alls ekki og þetta er mikið áfall. En auðvitað þarf að grípa inn í þegar menn brjóta lög. Ef þessir einstaklingar verða ákærðir og dæmdir er það mikið áfall fyrir knattspyrnuhreyfinguna,“ sagði Geir ennfremur en telur hann að Blatter hafi jafn víðtækan stuðning og hann hafði fyrir atburði næturinnar?John Oliver kann betur en flestir að útskýra flókin mál á einfaldan og skemmtilegan hátt. Hér fer hann í saumana á FIFA og Sepp Blatter.„Ég þori ekkert að segja um það en þetta hlýtur að hafa áhrif. Maðu veltir því fyrir sér hvort kosningin geti yfirhöfuð farið fram vegna þessara atburða,“ sagði Geir en á blaðamannfundi sem FIFA boðaði til í morgun sagði Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi sambandsins, að kosningarnar myndu fara fram sama hvað.Evrópa er bara með 52 atkvæði Aðspurður um stuðning við Blatter og hvort KSÍ muni fylgja skoðun UEFA hafði Geir þetta að segja: „Við höfum jafnan gert það. Það er röng túlkun að KSÍ hafi alltaf stutt Blatter, við studdum fyrst og fremst Lennart Johannsson í kjörinu gegn Blatter á sínum tíma (1998) en urðum undir þar. „Síðan hefur hann verið endurkjörinn auðveldlega og hefur mikinn stuðning víðast hvar í heiminum. Evrópa hefur bara 52 atkvæði af 209,“ sagði Geir en Blatter var búinn að gefa það út að þetta yrði hans síðasta kjörtímabil. Hann stóð ekki við þau orð og stefnir á að sitja á forsetastóli næstu árin. Það hefur skapað mikla úlfúð meðal Evrópuþjóða að sögn Geirs. Hlusta má á viðtalið í heild sinni hér að ofan.
FIFA Fótbolti Tengdar fréttir Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32 Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15 Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Sjá meira
Sjö háttsettir starfsmenn FIFA handteknir Mennirnir eru ákærðir í Bandaríkjunum og sakaðir um peningaþvætti og mútustarfsemi. 27. maí 2015 07:32
Fyrrverandi og núverandi varaforsetar FIFA meðal hinna handteknu Bandaríska dómsmálaráðuneytið gefið út nöfn þeirra stjórnarmanna FIFA sem voru handteknir á hóteli sínu í Zürich í Sviss þar sem ársþing sambandsins fer fram á föstudaginn. 27. maí 2015 11:15
Forsetakjör FIFA fer fram Walter De Gregorio, fjölmiðlafulltrúi FIFA, segir líklegt að kosningarnar til forseta sambandsins fari fram á föstudaginn þrátt fyrir aðgerðir svissnesku lögreglunnar í nótt, þar sem sex háttsettir stjórnarmenn FIFA voru handteknir í Zürich. 27. maí 2015 10:14
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn