Segir rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem hendi sprengjum í allar áttir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2015 14:39 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon. Vísir/Vilhelm/Daníel Venju samkvæmt var rætt um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar á Alþingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna enn harðlega dagskrá þingsins þar sem enn er að finna umræðu um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar vegna rammaáætlunar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu hver á fætur öðrum yfir vonbrigðum sínum með það hversu illa hvítasunnuhelgin hafi verið nýtt í að finna lausn á málinu. Ljóst hafi verið á föstudaginn við lok þingfundar að upplausn væri á Alþingi vegna „þrjósku“ stjórnarmeirihlutans um að hafa rammaáætlun áfram á dagskrá. Þá gagnrýndi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, að engin starfsáætlun væri komin fyrir þingið í staðinn fyrir þá sem forseti felldi úr gildi á föstudaginn.Sigmundur Davíð fékk að heyra það Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svo forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrir að labba úr þingsal áður en fyrsti ræðumaður tók til máls um fundarstjórn forseta en ráðherrann hafði komið sér fyrir til að svara óundirbúnum fyrirspurnum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, lét forsætisráðherra einnig heyra það. „Það bar til tíðinda um helgina að hæstvirtur forsætisráðherra kom í leitirnar um helgina sem búið var að auglýsa mikið eftir hér og óska eftir til umræðna í þinginu, en hann kom í leitirnar í fjölmiðlum. Þar var hann með ýmsar skeytasendingar og útlistanir sem beindust að þjóðinni, verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni.“Svandís Svavarsdóttir.Vísir/DaníelStórkostlegir hugsuðir á Alþingi sem hugsa svipað Steingrímur sagðist svo velta því fyrir sér hverjum Sigmundur Davíð væri með í liði því ekki væri hann í liði með þjóðinni eða aðilum vinnumarkaðarins. „Hann skorar endalaus sjálfsmörk. Ég held að stjórnarliðið þurfi að setja mann á hæstvirtan forsætisráðherra í vörninni svo hann skori ekki svona í eigin mark. [...] Ef einhvers staðar er í gangi rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem les svona í stöðuna. Að ætla svona að bæta um betur yfir helgina með því að henda sprengjunum í allar áttir.“ Fundarstjórn forseta var rædd í um 45 mínútur og tók svo við óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sjávar-og landbúnaðarráðherra sátu fyrir svörum. Að honum loknum var gert hálftíma langt hlé á þingfundi fyrir þingflokksfundi en Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir hléinu í umræðunni um fundarstjórn. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04 BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Venju samkvæmt var rætt um fundarstjórn forseta við upphaf þingfundar á Alþingi. Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýna enn harðlega dagskrá þingsins þar sem enn er að finna umræðu um breytingatillögu meirihluta atvinnuveganefndar vegna rammaáætlunar. Þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu hver á fætur öðrum yfir vonbrigðum sínum með það hversu illa hvítasunnuhelgin hafi verið nýtt í að finna lausn á málinu. Ljóst hafi verið á föstudaginn við lok þingfundar að upplausn væri á Alþingi vegna „þrjósku“ stjórnarmeirihlutans um að hafa rammaáætlun áfram á dagskrá. Þá gagnrýndi Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, að engin starfsáætlun væri komin fyrir þingið í staðinn fyrir þá sem forseti felldi úr gildi á föstudaginn.Sigmundur Davíð fékk að heyra það Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi svo forsætisráðherra, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrir að labba úr þingsal áður en fyrsti ræðumaður tók til máls um fundarstjórn forseta en ráðherrann hafði komið sér fyrir til að svara óundirbúnum fyrirspurnum. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, lét forsætisráðherra einnig heyra það. „Það bar til tíðinda um helgina að hæstvirtur forsætisráðherra kom í leitirnar um helgina sem búið var að auglýsa mikið eftir hér og óska eftir til umræðna í þinginu, en hann kom í leitirnar í fjölmiðlum. Þar var hann með ýmsar skeytasendingar og útlistanir sem beindust að þjóðinni, verkalýðshreyfingunni og stjórnarandstöðunni.“Svandís Svavarsdóttir.Vísir/DaníelStórkostlegir hugsuðir á Alþingi sem hugsa svipað Steingrímur sagðist svo velta því fyrir sér hverjum Sigmundur Davíð væri með í liði því ekki væri hann í liði með þjóðinni eða aðilum vinnumarkaðarins. „Hann skorar endalaus sjálfsmörk. Ég held að stjórnarliðið þurfi að setja mann á hæstvirtan forsætisráðherra í vörninni svo hann skori ekki svona í eigin mark. [...] Ef einhvers staðar er í gangi rof á milli veruleika og skynjunar forsætisráðherra sem les svona í stöðuna. Að ætla svona að bæta um betur yfir helgina með því að henda sprengjunum í allar áttir.“ Fundarstjórn forseta var rædd í um 45 mínútur og tók svo við óundirbúinn fyrirspurnatími þar sem forsætisráðherra, heilbrigðisráðherra, félags- og húsnæðismálaráðherra og sjávar-og landbúnaðarráðherra sátu fyrir svörum. Að honum loknum var gert hálftíma langt hlé á þingfundi fyrir þingflokksfundi en Svandís Svavarsdóttir óskaði eftir hléinu í umræðunni um fundarstjórn.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04 BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24 Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45 Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47 Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Boða til upplýsingafundar um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Sjá meira
Sigmundur Davíð fær sér köku í tilefni dagsins "Tveggja ára afmæli ríkisstjórnarinnar og Eurovision sama daginn. Það gefst varla betra tilefni til að fá sér köku,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. 23. maí 2015 22:04
BHM efast um samningsvilja ríkisins í kjölfar ummæla forsætisráðherra Sagði í kvöldfréttum að samningar við BHM yrðu ekki undirritaðir fyrr en sátt væri í augsýn á almenna vinnumarkaðnum. 24. maí 2015 22:24
Verkalýðsforkólfar í meiri stjórnarandstöðu en þingmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakar suma forystumenn verkalýðshreyfingarinnar um að hafa gengið of langt í að nýta sér stöðu sína í pólitískum tilgangi í baráttunni við stjórnvöld. 24. maí 2015 20:45
Lagasetning á kjaradeilur gæti reynst óhjákvæmileg „Ef lífi fólks er beinlínis stefnt í hættu, þá auðvitað breytir það stöðunni töluvert,“ segir forsætisráðherra. 24. maí 2015 18:47
Telur marga leiðtoga launþega nýta stöðu sína í pólitískum tilgangi Forsætisráðherra útilokar ekki skattahækkanir ef samið verður um launahækkanir sem ógna stöðugleika. 24. maí 2015 14:15