Lífið

Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Conchita, sigurvegarinn frá í fyrra, var í stóru hlutverki í útsendingunni í gær.
Conchita, sigurvegarinn frá í fyrra, var í stóru hlutverki í útsendingunni í gær. Vísir/EPA
Vonbrigðin virðast hafa verið mikil hjá landsmönnum þegar ljóst varð í gærkvöldi að Ísland yrði ekki á meðal þeirra tuttugu þjóða sem keppa á úrslitakvöldi Eurovision annað kvöld. Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt.

Meðal þeirra sem slógu á létta strengi að keppninni lokinni voru grínistarnir Bragi Valdimar og Þorsteinn Guðmundsson.

Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason og Gísli Marteinn Baldursson sendu þessi skilaboð til landsmanna.

Svo voru aðrir sem voru bara ótrúlega fyndnir.

Ari Eldjárn og Auðunn Blöndal höfðu sitt að segja um framlag Svía í keppninni sem flaug áfram í úrslitin. Sá sænski virtist höfða sérstaklega til íslenskra kvenmanna.

Keppendur sjálfir voru með á Twitter og birti Friðrik Dór bakraddasöngvari þessa skemmtilegu mynd af sér þegar hann var tilbúinn að stíga á svið.

Umræðan einskorðaðist ekki við Twitter heldur voru ýmsir virkir á Facebook. Einn var svo virkur að þegar úrslitin voru ljós stofnaði hann Facebook-hópinn Við skorum á Pál Óskar að taka aftur þátt í Eurovision. Á annað þúsund manns hafa gengið í hópinn.

Svo voru ýmsir sem hrósuðu Maríu og teyminu í hástert fyrir frammistöðuna.

María Ólafs sjálf kippti sér lítið upp við umræðuna á samfélagsmiðlum og skrifaði meðfylgjandi skilaboð til vina og vandamanna að keppni lokinni.

Fyrir örfáum mánuðum var ég óþekkt stelpa úr Mosfellsbænum sem átti mér drauma en var of feimin til að framkvæma þá. Í...

Posted by María Ólafsdóttir on Thursday, May 21, 2015
Eitthvað bar á því að notendur á Twitter köstuðu fram skoðunum sínum og hugsunum en sáu svo að sér og eyddu þeim. Meðal þeirra var Teitur Örlygsson körfuboltaþjálfari.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×