Pokasjóður styrkir Félag Nepala um 5 milljónir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. maí 2015 14:20 Ashu Gurung formaður Félags Nepala á Íslandi, Dammar Gurung gjaldkeri, Bjarni Finnsson, formaður stjórnar Pokasjóðs, Rajendra Bahadur Gurung varaformaður Félags Nepala á Íslandi og Kamala Gurung ritari. Mynd/Rauði Kross Íslands Stjórn Pokasjóðs afhenti neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi fimm milljónir króna við hátíðlega athöfn í húsi Rauða krossins við Efstaleiti 9 í dag. Eins og flestum er kunnugt reið risaskjálfti yfir Nepal þann 25. apríl síðastliðinn og annar slíkur þann 12. maí. Ljóst er að hátt í 9000 manns eru látnir og tæplega 20 þúsund eru slasaðir. Enn ríkir neyðarástand í landinu og ekki búist við að breyting verði á í bráð. Nepalskt samfélag er einkar berskjaldað og þörfin fyrir hjálpargögnum og neyðaraðstoð er aðkallandi. Stjórn Pokasjóðs úthlutar árlega styrktarfé til almannaheilla innanlands en í ljósi hörmunganna í Nepal á síðustu vikum var ákveðið að veita fé til söfnunar Félags Nepala á Íslandi sem hóf neyðarsöfnun strax í kjölfar fyrsta skjálftans. Að sögn Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs, var einhugur innan sjóðsins með að styrkja málefnið. „Við í sjórninni vorum sammála um að styrkja söfnun Félags Nepala og vonum að þetta fé komi í góðar þarfir. Það hefur verið erfitt að horfa upp á ástandið í Nepal og við vildum leggja okkar af mörkum.“ Rajendra Bahadur Gurung er varaformaður Félags Nepala á Íslandi. Hann segist einstaklega þakklátur með framlag Pokasjóðs. „Félagsmenn hafa unnið ötullega að söfnuninni, bæði fyrir bágstadda í Nepal en einnig til að sinna okkar eigin sálgæslu – það skiptir máli að láta hendur standa fram úr ermum. Þessi stuðningur sem við fáum nú frá Pokasjóði er ómetanlegur og við í félaginu erum einstaklega þakklát.“ Félag Nepala á Íslandi starfar með Rauða krossinum á Íslandi og veitir söfnunarfé sínu í gegnum mannúðar- og hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins í Nepal. Félag Nepala á Íslandi tekur á móti frjálsum framlögum:Reikningur söfnunarinnar er: 0133-15-380330Kennitala: 511012-0820 Þá minnir Rauði krossinn á söfnunarsíma sem enn eru opnir: 904 1500 904 2500 904 5500 Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Stjórn Pokasjóðs afhenti neyðarsöfnun Félags Nepala á Íslandi fimm milljónir króna við hátíðlega athöfn í húsi Rauða krossins við Efstaleiti 9 í dag. Eins og flestum er kunnugt reið risaskjálfti yfir Nepal þann 25. apríl síðastliðinn og annar slíkur þann 12. maí. Ljóst er að hátt í 9000 manns eru látnir og tæplega 20 þúsund eru slasaðir. Enn ríkir neyðarástand í landinu og ekki búist við að breyting verði á í bráð. Nepalskt samfélag er einkar berskjaldað og þörfin fyrir hjálpargögnum og neyðaraðstoð er aðkallandi. Stjórn Pokasjóðs úthlutar árlega styrktarfé til almannaheilla innanlands en í ljósi hörmunganna í Nepal á síðustu vikum var ákveðið að veita fé til söfnunar Félags Nepala á Íslandi sem hóf neyðarsöfnun strax í kjölfar fyrsta skjálftans. Að sögn Bjarna Finnssonar, formanns stjórnar Pokasjóðs, var einhugur innan sjóðsins með að styrkja málefnið. „Við í sjórninni vorum sammála um að styrkja söfnun Félags Nepala og vonum að þetta fé komi í góðar þarfir. Það hefur verið erfitt að horfa upp á ástandið í Nepal og við vildum leggja okkar af mörkum.“ Rajendra Bahadur Gurung er varaformaður Félags Nepala á Íslandi. Hann segist einstaklega þakklátur með framlag Pokasjóðs. „Félagsmenn hafa unnið ötullega að söfnuninni, bæði fyrir bágstadda í Nepal en einnig til að sinna okkar eigin sálgæslu – það skiptir máli að láta hendur standa fram úr ermum. Þessi stuðningur sem við fáum nú frá Pokasjóði er ómetanlegur og við í félaginu erum einstaklega þakklát.“ Félag Nepala á Íslandi starfar með Rauða krossinum á Íslandi og veitir söfnunarfé sínu í gegnum mannúðar- og hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins í Nepal. Félag Nepala á Íslandi tekur á móti frjálsum framlögum:Reikningur söfnunarinnar er: 0133-15-380330Kennitala: 511012-0820 Þá minnir Rauði krossinn á söfnunarsíma sem enn eru opnir: 904 1500 904 2500 904 5500
Hjálparstarf Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira