Afbókunum fjölgar í aðdraganda verkfalls Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. maí 2015 12:53 VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Allt stefnir í að verkfallslota félagsmanna VR hefjist eftir viku og þá með tveggja daga verkfalli starfsmanna hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Markaðsstjóri Hópbíla segir fyrirtækið þegar farið að finna fyrir áhrifum aðgerðanna. Í gær og í dag hafa hópar afbókað ferðir hjá fyrirtækinu. Dagana 28. maí til 5. júní verða 5 tveggja daga verkföll félagsmanna VR sem hefjast með verkfalli hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Ljóst er að aðgerðirnar munu hafa töluverð áhrif á starfsemi þessara fyrirtækja og í raun finna þau nú þegar fyrir áhrifum þeirra. „Við munum náttúrulega finna fyrir þessu á innanlandsmarkaði þar sem við erum með mikið af föstum verkefnum.“ Segir Jón Arnar Ingvarsson, markaðsstjóri Hópbíla. „Og ekki síst það sem snýr að útlendingunum. Þeir eru nú þegar byrjaði að afbóka ferðir fyrir þessa tvo daga. Það hefur verið að gerast í gær og í dag. Menn eru hættir að geta beðið.“ VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins á þriðjudaginn eftir fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. Jón Arnar segir að eftir það hafi fyrirtækið látið kúnna sína vita í hvað stefndi. „Við höfum reynt að bíða með það að ýta of mikið við þeim,“ segir Jón Arnar. „En núna verður þetta að gerast. Við erum að segja þeim hver staðan er, þó svo að allir voni að þetta fari að leysast. Í raun verður þetta að fara að leysast. „Þetta mun skaða alla þá sem starfa í ferðaþjónustu til lengri tíma.“ 31. maí hefst verkfall félagsmanna VR í flugafgreiðslu sem kemur til með að hafa verulega áhrif á flugsamgöngur. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að margir farþegar hafi hringt í þjónustuver og spurst fyrir um verkfallið en hún hefur ekki orðið vör við að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil. Fundur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hófst hjá Ríkissáttasemjara í hádeginu. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara. Verkfall 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira
Allt stefnir í að verkfallslota félagsmanna VR hefjist eftir viku og þá með tveggja daga verkfalli starfsmanna hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Markaðsstjóri Hópbíla segir fyrirtækið þegar farið að finna fyrir áhrifum aðgerðanna. Í gær og í dag hafa hópar afbókað ferðir hjá fyrirtækinu. Dagana 28. maí til 5. júní verða 5 tveggja daga verkföll félagsmanna VR sem hefjast með verkfalli hjá hópbifreiðafyrirtækjum. Ljóst er að aðgerðirnar munu hafa töluverð áhrif á starfsemi þessara fyrirtækja og í raun finna þau nú þegar fyrir áhrifum þeirra. „Við munum náttúrulega finna fyrir þessu á innanlandsmarkaði þar sem við erum með mikið af föstum verkefnum.“ Segir Jón Arnar Ingvarsson, markaðsstjóri Hópbíla. „Og ekki síst það sem snýr að útlendingunum. Þeir eru nú þegar byrjaði að afbóka ferðir fyrir þessa tvo daga. Það hefur verið að gerast í gær og í dag. Menn eru hættir að geta beðið.“ VR sleit viðræðum við Samtök atvinnulífsins á þriðjudaginn eftir fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara. Jón Arnar segir að eftir það hafi fyrirtækið látið kúnna sína vita í hvað stefndi. „Við höfum reynt að bíða með það að ýta of mikið við þeim,“ segir Jón Arnar. „En núna verður þetta að gerast. Við erum að segja þeim hver staðan er, þó svo að allir voni að þetta fari að leysast. Í raun verður þetta að fara að leysast. „Þetta mun skaða alla þá sem starfa í ferðaþjónustu til lengri tíma.“ 31. maí hefst verkfall félagsmanna VR í flugafgreiðslu sem kemur til með að hafa verulega áhrif á flugsamgöngur. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að margir farþegar hafi hringt í þjónustuver og spurst fyrir um verkfallið en hún hefur ekki orðið vör við að bókanir hafi dregist saman í kringum þetta tímabil. Fundur Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hófst hjá Ríkissáttasemjara í hádeginu. VR og Landssamband íslenzkra verzlunarmanna fundu með félagi atvinnurekenda í morgun en ákveðið var að hittast aftur á morgun hjá Ríkissáttasemjara.
Verkfall 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Sjá meira