Ásgeir var ekki jafnánægður með framlag blaðamannanna sjálfra en hann segir Íslendingana þá langduglegustu og bera af. Í myndbandinu hér að neðan sést hann reka á eftir blaðamönnum hinna ýmsu þjóða – þó má ætla að grínið hafi ráðið för hans fremur en alvaran.
Sjá einnig: Ásgeir Orri: Fáránlega mikil orka í loftinu
Í myndbandinu sést hversu stór blaðamannahöllin er enda keppa á fjórða tug þjóða í Eurovision. Þar virðist vera hægt að spila póker eins og sjá má en Ásgeir reyndi við gæfuna.
Eurovision-hópurinn með Maríu Ólafs í broddi fylkingar situr þessa stundina í græna herberginu þar sem dómararennsli fyrir seinni undanúrslit Eurovision þetta árið fer nú fram. Ákaflega mikilvægt er að María negli flutninginn þar sem stigagjöf dómnefnda gildir 50 prósent á móti atkvæðagreiðslu áhorfenda.
Seinni undankeppnin fer fram á morgun og verður María tólfta á svið.