Heyrst hefur að þeir félagar hafi skiptar skoðanir á títtnefndum frökkum sem dansarar Selmu Björns í All out of luck, klæddust um árið. Hvaðan koma þessir frakkar?
Af tilefni herferðarinnar leikstýrði Dögg Mósesdóttir, sex örmyndböndum þar sem búið var að para saman ólíka einstaklinga í skemmtilegum aðstæðum.
Herferðin miðar að því að hvetja karlmenn sérstaklega til að taka virkan þátt í jafnréttisbaráttunni og skrá sig sem mánaðarlega styrktaraðila UN Women. Með mánaðarlegu framlagi til UN Women styður þú við fræðslu í eþíópískum skólum sem miðar að því að stöðva þvinguð hjónabönd, styrkja eina athvarfið í Kambódíu fyrir konur sem lifað hafa af sýruárásir, stuðlar að uppsetningu fleiri ljósastaura við strætóskýli og almenningsklósett í Nýju Delí og draga þannig úr ofbeldi gegn konum og stúlkum svo dæmi séu nefnd.
UN Women er eina stofnunin innan Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu að kynjajafnrétti með því að berjast fyrir mannréttindum kvenna, ýta undir efnahagslega og pólitíska valdeflingu kvenna og draga úr og uppræta ofbeldi gegn konum.