Þar tóku þau María, Alma, Ásgeir, Friðrik Dór og Íris nokkur lög. Auðunn Atlason, sendiherra Íslands í Vín, sagði Eurovision snúast um gleði, hlýleika, hamingju, fjölbreytileika, jafnrétti og öll góð orð í heiminum.
Síðustu daga og vikur hefur íslenski hópurinn verið töluvert upptekinn og flakkað á milli viðburða í Vín. Ísland mun þó keppa í undankeppninni annað kvöld og svo vonandi í úrslitakeppninni á laugardagskvöldið.