Sala á Íslandsbanka gæti átt sér stað í næstu viku en í viljayfirlýsingu sem stærstu kröfuhafar Glitnis hafa undirritað og sent stjórnvöldum kemur fram að bankinn verði seldur fyrir árslok 2016. Kjarninn segist hafa heimildir fyrir því að erlendir fjárfestar í Íslandsbanka verði kynntir til leiks í næstu viku.
Sjá einnig: Íslandsbanki og Arion banki verði seldir fyrir árslok 2016
Íslandsbanki er að stærstum hluta í eigu slitabús Glitnis en ríkið á fimm prósenta hlut. Í samkomulaginu sem kröfuhafarnir hafa sent stjórnvöldum í tengslum við áætlun stjórnvalda um afnám fjármagnshafta sem kynnt var almenningi í gær kemur fram hvernig sölutekjum verði skipt á milli kröfuhafanna og stjórnvalda.
Verði Íslandsbanki seldur til erlendra aðila skal 60 prósent söluandvirðis renna til stjórnvalda í erlendri mynt, en þó ekki meira en sem nemur 60 prósent af bókfærðu virði bankans miðað við skráð evru 5. júní 2015.
Sjá einnig: Stærstu kröfuhafarnir hafa lýst yfir vilja til að fara eftir skilyrðum
Kjarninn segir að samkvæmt síðasta birta fjárhagsuppgjöri Glitnis sé heildarvirði bankans metið á um 180 milljarða króna. Miðað við það fær íslenska ríkið 108 milljarða króna í erlendum gjaldeyri, verði bankinn seldur fyrir bókfært virði.
Til viðbótar er kveðið á um í samkomulaginu, sem þó hefur ekki verið staðfest af slitabúunum sjálfum, að allt eigið fé Íslandsbanka umfram 23 prósent skuli renna til íslenskra stjórnvalda. Það myndi skila um 8,7 milljörðum króna til viðbótar í ríkiskassann.
Íslandsbanki jafnvel seldur í næstu viku
Aðalsteinn Kjartansson skrifar

Mest lesið

„Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“
Viðskipti innlent

Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing
Viðskipti innlent



Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent


Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent