Húsgagna-, blóma- og kjötsskortur vegna verkfalla Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 8. júní 2015 20:00 Enn hafa ekki verið boðaðir fundir hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, og tillögu um skipun sáttanefndar var í dag hafnað. Iðnaðarmenn hefja sitt verkfall að öllu óbreyttu á miðvikudaginn og víða er farið að bera á vöruskorti. Félagsmenn í BHM hafa nú verið í verkfalli í níu vikur og enn er engin lausn í sjónmáli. Áhrifa verkfallanna er farið að gæta víða, til að mynda í IKEA, flestum að óvörum. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta myndi hafa þessi áhrif á okkur, þar sem við héldum að þetta ætti aðallega við um mat. En þar sem það eru greinar og skrautgreinar í gámunum hjá okkur sem þurfa þennan stimpil frá Matvælastofnun þá veldur það því að gámarnir eru stoppaðir,“ segir Stefán Dagsson verslunarstjóri IKEA. Matvælastofnun hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. Úrvalið í blómaverslunum landsins er því ekki eins og best verður á kosið. Erlend mold og áburður eru ekki til og pottaplöntur á borð við orkídeur eru ófáanlegar. Nautakjötið er búið á flestum veitingastöðum og lambahamborgarar sumstaðar komnir á matseðilinn. „Seinni part síðustu viku var nautakjötið búið svo við fórum af stað með lambahamborgara sem fólki hefur líkað bara þokkalega vel og betur en ég átti von á. Það er ekki eins og það séu himinn og jörð að farast, alls ekki,“ segir Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem þó viðurkennir að hafa ekki verið búinn að gera ráð fyrir að verkfallið myndi hafa þessi áhrif. „Ég var nú bara alltaf að vona verkfallið myndi leysast og að þetta væri bara vindur í vatnsglasi,“ segir hann. Garðyrkja Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira
Enn hafa ekki verið boðaðir fundir hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilum BHM og hjúkrunarfræðinga við ríkið, og tillögu um skipun sáttanefndar var í dag hafnað. Iðnaðarmenn hefja sitt verkfall að öllu óbreyttu á miðvikudaginn og víða er farið að bera á vöruskorti. Félagsmenn í BHM hafa nú verið í verkfalli í níu vikur og enn er engin lausn í sjónmáli. Áhrifa verkfallanna er farið að gæta víða, til að mynda í IKEA, flestum að óvörum. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að þetta myndi hafa þessi áhrif á okkur, þar sem við héldum að þetta ætti aðallega við um mat. En þar sem það eru greinar og skrautgreinar í gámunum hjá okkur sem þurfa þennan stimpil frá Matvælastofnun þá veldur það því að gámarnir eru stoppaðir,“ segir Stefán Dagsson verslunarstjóri IKEA. Matvælastofnun hefur eftirlit með plöntuheilbrigði og þarf að votta plöntur áður en þær eru leystar úr gámum. Úrvalið í blómaverslunum landsins er því ekki eins og best verður á kosið. Erlend mold og áburður eru ekki til og pottaplöntur á borð við orkídeur eru ófáanlegar. Nautakjötið er búið á flestum veitingastöðum og lambahamborgarar sumstaðar komnir á matseðilinn. „Seinni part síðustu viku var nautakjötið búið svo við fórum af stað með lambahamborgara sem fólki hefur líkað bara þokkalega vel og betur en ég átti von á. Það er ekki eins og það séu himinn og jörð að farast, alls ekki,“ segir Tómas Tómasson, eigandi Hamborgarabúllunnar, sem þó viðurkennir að hafa ekki verið búinn að gera ráð fyrir að verkfallið myndi hafa þessi áhrif. „Ég var nú bara alltaf að vona verkfallið myndi leysast og að þetta væri bara vindur í vatnsglasi,“ segir hann.
Garðyrkja Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Sjá meira