Hætta á að leikur Íslands og Tékklands verði ekki í beinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. júní 2015 14:08 Þarf þjóðin að bíða í klukkustund eftir leik til að sjá strákana okkar á föstudagskvöldið? vísir/daníel Svo gæti farið að þeir 9.700 sem eru svo heppnir að vera með miða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið verði þeir einu sem sjá leikinn beint. Hætta er á að leikurinn verði ekki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem tæknimenn RÚV, sem eru flestir hverjir meðlimir Rafiðnarsambandsins, eru á leið í verkfall. Verkfall RSÍ á að hefjast á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og standa í sex daga.Strákarnir eiga mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tékkum.vísir/gettyÞrír fjórðu vilja fara í verkfall Lítið gengur í samningaviðræðum RSÍ og Samtaka Atvinnulífsins, SA, en samninganefnd félaganna ræddi málin um helgina. „Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna,“ segir í frétt á vef RSÍ og bætt er við: „74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VÍSIR/stefánKSÍ beðið RSÍ um undanþágu Fari RSÍ í verkfall mun RÚV ekki senda út leikinn nema undanþága verði veitt. KSÍ hefur beðið 365 Miðla um að taka upp leikinn fari allt á versta veg, en 365 má ekki sýna hann beint samkvæmt samningum. Leikurinn yrði sýndur einni klukkustund eftir að flautað er af í Laugardalnum. „Við höfum áhyggjur af þessu og vonum auðvitað að málið leysist,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi. Hann segir knattspyrnusambandið hafa sent RSÍ bréf með beiðni um undanþágu fyrir starfsmenn RÚV á föstudagskvöldið svo leikurinn verði sýndur beint. „Það verður náttúrlega grátlegt fyrir alla Íslendinga að sjá ekki leikinn og auðvitað fleiri út um allan heim sem eru spenntir fyrir þessum leik. Ég vona svo sannarlega að RSÍ veiti undanþágu verði af verkfallinu,“ segir Geir Þorsteinsson.Þjóðin gæti orðið af tveimur landsleikjum karla í handbolta og einum hjá stelpunum.vísir/eva björkÞrír handboltaleikir ekki í beinni Það er ekki bara karlalandsliðið í fótbolta sem verður ekki í beinni ef af verkfallinu verður heldur þrír landsleikir í handbolta hjá bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á miðvikudaginn keppa strákarnir okkar við Ísrael ytra í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í Póllandi. Sá leikur verður ekki sýndur beint nema RSÍ veiti RÚV undanþágu til útsendingar og sama gildir um tvíhöfðann í Höllinni á laugardaginn þar sem strákarnir og stelpurnar mæta Svartfjallalandi. „Við erum búin að senda undanþágulista og verið er að bíða eftir viðbrögðum,“ segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, við Vísi. „Ég vona bara að þetta leysist því áhuginn á landsliðunum hefur sýnt að býsna margir verða af komi til verkfalls. Fólk langar að sjá þessa leiki.“ „Við þurfum að framleiða þennan Tékkaleik fyrir Evrópu líka, ekki bara Ísland. Útsendingin fer til allra þeirra þjóða sem hafa keypt réttinn,“ segir Einar Örn Jónsson. Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira
Svo gæti farið að þeir 9.700 sem eru svo heppnir að vera með miða á leik Íslands og Tékklands í undankeppni EM 2016 á föstudagskvöldið verði þeir einu sem sjá leikinn beint. Hætta er á að leikurinn verði ekki sýndur í beinni útsendingu í sjónvarpinu þar sem tæknimenn RÚV, sem eru flestir hverjir meðlimir Rafiðnarsambandsins, eru á leið í verkfall. Verkfall RSÍ á að hefjast á miðnætti aðfaranótt miðvikudags og standa í sex daga.Strákarnir eiga mikilvægan leik fyrir höndum gegn Tékkum.vísir/gettyÞrír fjórðu vilja fara í verkfall Lítið gengur í samningaviðræðum RSÍ og Samtaka Atvinnulífsins, SA, en samninganefnd félaganna ræddi málin um helgina. „Það er skemmst frá því að segja að samninganefnd RSÍ telur þá uppstillingu sem SA bauð iðnaðarmönnum ekki duga til þess að ná saman um hana þannig að menn treysti sér til þess að leggja slíkan kjarasamning í atkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna,“ segir í frétt á vef RSÍ og bætt er við: „74% félagsmanna RSÍ sem taka laun samkvæmt kjarasamningi RSÍ-SA/SART vilja beita aðgerðum til þess að knýja á um gerð nýs kjarasamnings í anda þeirra krafna. Það er ljóst að mikil ábyrgð liggur á SA að ræða við samninganefnd RSÍ til þess að koma í veg fyrir að til verkfalls þurfi að koma.“Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.VÍSIR/stefánKSÍ beðið RSÍ um undanþágu Fari RSÍ í verkfall mun RÚV ekki senda út leikinn nema undanþága verði veitt. KSÍ hefur beðið 365 Miðla um að taka upp leikinn fari allt á versta veg, en 365 má ekki sýna hann beint samkvæmt samningum. Leikurinn yrði sýndur einni klukkustund eftir að flautað er af í Laugardalnum. „Við höfum áhyggjur af þessu og vonum auðvitað að málið leysist,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, við Vísi. Hann segir knattspyrnusambandið hafa sent RSÍ bréf með beiðni um undanþágu fyrir starfsmenn RÚV á föstudagskvöldið svo leikurinn verði sýndur beint. „Það verður náttúrlega grátlegt fyrir alla Íslendinga að sjá ekki leikinn og auðvitað fleiri út um allan heim sem eru spenntir fyrir þessum leik. Ég vona svo sannarlega að RSÍ veiti undanþágu verði af verkfallinu,“ segir Geir Þorsteinsson.Þjóðin gæti orðið af tveimur landsleikjum karla í handbolta og einum hjá stelpunum.vísir/eva björkÞrír handboltaleikir ekki í beinni Það er ekki bara karlalandsliðið í fótbolta sem verður ekki í beinni ef af verkfallinu verður heldur þrír landsleikir í handbolta hjá bæði karla- og kvennalandsliðinu. Á miðvikudaginn keppa strákarnir okkar við Ísrael ytra í næstsíðasta leik liðsins í undankeppni EM 2016 í Póllandi. Sá leikur verður ekki sýndur beint nema RSÍ veiti RÚV undanþágu til útsendingar og sama gildir um tvíhöfðann í Höllinni á laugardaginn þar sem strákarnir og stelpurnar mæta Svartfjallalandi. „Við erum búin að senda undanþágulista og verið er að bíða eftir viðbrögðum,“ segir Einar Örn Jónsson, íþróttastjóri RÚV, við Vísi. „Ég vona bara að þetta leysist því áhuginn á landsliðunum hefur sýnt að býsna margir verða af komi til verkfalls. Fólk langar að sjá þessa leiki.“ „Við þurfum að framleiða þennan Tékkaleik fyrir Evrópu líka, ekki bara Ísland. Útsendingin fer til allra þeirra þjóða sem hafa keypt réttinn,“ segir Einar Örn Jónsson.
Íslenski boltinn Íslenski handboltinn Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur Frakklands: Hvað segir Deschamps um Ísland? Diljá fagnaði í lokin þrátt fyrir draumabyrjun hjá Sædísi og Örnu Ásdís Karen skoraði í langþráðum sigri Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var ömurleg á köflum Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Hættir í landsliðinu aðeins þremur landsleikjum frá tvöhundruð Rándýra framherjapar Svía ósýnilegt þegar neyðin var stærst Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Sjá meira