Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. júní 2015 12:23 Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. Vísir/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stöðugleikaskattinn og þær aðgerðir sem kynntar voru í dag væri stærsti liðurinn í því verkefni að renna treystum stoðum undir íslenskt efnahagslíf. „Þetta eru mál sem geta haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks,“ sagði hann á fréttamannafundi í Hörpu þar sem aðgerðir stjórnvalda voru kynntar. „Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum.“Sjá einnig: 39 prósent skattur lagður á eignir slitabúanna „Þau geta fram að áramótum gert nauðasamninga sem uppfylla ýmis stöðugleikaskilyrði, meðal annars með greiðslu sérstaks stöðugleikaframlags,“ sagði hann og bætti við að ef þau gerðu það ekki myndi 39 prósent stöðugleikaskattur leggjast á slitabúin. Samtals næmi skatturinn rúmum 800 milljörðum króna. Sigmundur sagði að skatturinn væri í eðli sínu ólíkur útgönguskatti eins og hefur verið til umræðu. „Því hann leggst á eignir búanna í eitt skipti,” sagði hann og sagði að skatturinn skapaði sterkan hvata til að slitabúin klári uppgjör. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt á fundi sínum að leggja tvö frumvörp fyrir Alþingi í dag sem muni saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaráætlun um afnám fjármagnshafta. Gert er ráð fyrir að slitabúum gefist kostur á að ljúka nauðasamningum fyrir næstu áramót og þá fengið að flytja fjármagn að því gefnu að þau uppfylli sérstök stöðugleikaskilyrði. Annars verða þau felld undir 39 prósent stöðugleikaskatt sem leggst í eitt skipti á heildareignir þeirra. Stöðugleikaskilyrðin felast meðal annars í því að greitt verði einhverskonar stöðugleikaframlag og að neyðarlán frá ríkinu verði endurgreidd. Þeir fjármunir sem fást með þessum aðgerðum verða nýttar til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Gjaldeyrishöft Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stöðugleikaskattinn og þær aðgerðir sem kynntar voru í dag væri stærsti liðurinn í því verkefni að renna treystum stoðum undir íslenskt efnahagslíf. „Þetta eru mál sem geta haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks,“ sagði hann á fréttamannafundi í Hörpu þar sem aðgerðir stjórnvalda voru kynntar. „Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum.“Sjá einnig: 39 prósent skattur lagður á eignir slitabúanna „Þau geta fram að áramótum gert nauðasamninga sem uppfylla ýmis stöðugleikaskilyrði, meðal annars með greiðslu sérstaks stöðugleikaframlags,“ sagði hann og bætti við að ef þau gerðu það ekki myndi 39 prósent stöðugleikaskattur leggjast á slitabúin. Samtals næmi skatturinn rúmum 800 milljörðum króna. Sigmundur sagði að skatturinn væri í eðli sínu ólíkur útgönguskatti eins og hefur verið til umræðu. „Því hann leggst á eignir búanna í eitt skipti,” sagði hann og sagði að skatturinn skapaði sterkan hvata til að slitabúin klári uppgjör. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt á fundi sínum að leggja tvö frumvörp fyrir Alþingi í dag sem muni saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaráætlun um afnám fjármagnshafta. Gert er ráð fyrir að slitabúum gefist kostur á að ljúka nauðasamningum fyrir næstu áramót og þá fengið að flytja fjármagn að því gefnu að þau uppfylli sérstök stöðugleikaskilyrði. Annars verða þau felld undir 39 prósent stöðugleikaskatt sem leggst í eitt skipti á heildareignir þeirra. Stöðugleikaskilyrðin felast meðal annars í því að greitt verði einhverskonar stöðugleikaframlag og að neyðarlán frá ríkinu verði endurgreidd. Þeir fjármunir sem fást með þessum aðgerðum verða nýttar til að greiða niður skuldir ríkissjóðs.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira