Vill að Sigmundur útskýri leka í DV Birgir Olgeirsson og Jóhann Óli Eiðsson skrifa 7. júní 2015 22:37 Steingrímur J. Sigfússon Vísir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði á þingi í kvöld að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöftin vegna leka í DV sem varð á föstudag þar sem sagt var frá því að fjörutíu prósenta stöðugleikaskattur væri væntanlegur.Sjá einnig:Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin „Þetta hefur leitt skjálfta yfir kerfið. Hjáleiðir eru í undirbúningi eða skoðaðar til að sleppa út með fjármuni áður en til skattsins kæmi,“ sagði Steingrímur og sagðist telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði maður meiri ef hann bæðist afsökunar á þeim ásökunum um að stjórnarandstaðan væri að skemma fyrir ferlinu um afnám hafta með leka. „Við lákum ekki,“ sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,“ sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV. Sagðist hann hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.Össur Skarphéðinsson.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að samstaða sé um þessar aðgerðir sem þarf til að aflétta höftum. Hann sagði þetta eitt vandasamasta verkefni sem Alþingi hefur staðið fyrir frá lýðveldisstofnun. Hann sagðist hins vegar vera í þeirri undarlegu stöðu að hann hefur ekkert séð. „Ég heyr það í dag að það á að kynna það fyrir fjölmiðlum á undan þinginu,“ sagði Össur og sagði það vera sérkennilegt augnablik í þingsögunni að þing sé kallað saman á sunnudegi. Það hefði aldrei gerst fyrr og fannst honum það undarlegt í ljósi þess að stjórnin hefur undirbúið þetta mál lengi og spurði hvers vegna þessi fundur átti sér ekki stað í síðustu viku. „Skýringin er frá Steingrími J. Sigfússyni. Er það svo að það er leki úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, er það vegna þess að þingið er kallað saman, við hvað er að fást?.“ Steingrímur J. fór þá aftur í ræðustól og sagðist hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að leki í DV hefði skapað þrýstinginn og því vilja menn drífa þessi lög í gegn. „Til að girða alveg fyrir það að í smíði séu gjörningar sem menn gætu notað til að koma fjármunum í burtu á næstu klukkustundum og sólarhringum.“ Alþingi Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54 Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28 Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna, sagði á þingi í kvöld að Seðlabanki Íslands hefði talið nauðsyn á að herða reglur um gjaldeyrishöftin vegna leka í DV sem varð á föstudag þar sem sagt var frá því að fjörutíu prósenta stöðugleikaskattur væri væntanlegur.Sjá einnig:Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin „Þetta hefur leitt skjálfta yfir kerfið. Hjáleiðir eru í undirbúningi eða skoðaðar til að sleppa út með fjármuni áður en til skattsins kæmi,“ sagði Steingrímur og sagðist telja að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði maður meiri ef hann bæðist afsökunar á þeim ásökunum um að stjórnarandstaðan væri að skemma fyrir ferlinu um afnám hafta með leka. „Við lákum ekki,“ sagði Steingrímur og sagði samráðsnefnd ekki hafa verið kallaða saman í sex vikur. „Þarna er á ferðinni hættulegur, skaðlegur og raunverulegur leki,“ sagði Steingrímur og kallaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvernig það getur gerst að út úr hinu lokaða ferli skuli koma skaðlegur leki að því tagi beint í gegnum blaðamann DV og á forsíðu DV. Sagðist hann hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra.Össur Skarphéðinsson.Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði mikilvægt að samstaða sé um þessar aðgerðir sem þarf til að aflétta höftum. Hann sagði þetta eitt vandasamasta verkefni sem Alþingi hefur staðið fyrir frá lýðveldisstofnun. Hann sagðist hins vegar vera í þeirri undarlegu stöðu að hann hefur ekkert séð. „Ég heyr það í dag að það á að kynna það fyrir fjölmiðlum á undan þinginu,“ sagði Össur og sagði það vera sérkennilegt augnablik í þingsögunni að þing sé kallað saman á sunnudegi. Það hefði aldrei gerst fyrr og fannst honum það undarlegt í ljósi þess að stjórnin hefur undirbúið þetta mál lengi og spurði hvers vegna þessi fundur átti sér ekki stað í síðustu viku. „Skýringin er frá Steingrími J. Sigfússyni. Er það svo að það er leki úr herbúðum ríkisstjórnarinnar, er það vegna þess að þingið er kallað saman, við hvað er að fást?.“ Steingrímur J. fór þá aftur í ræðustól og sagðist hafa fyrir því orð Más Guðmundssonar seðlabankastjóra að leki í DV hefði skapað þrýstinginn og því vilja menn drífa þessi lög í gegn. „Til að girða alveg fyrir það að í smíði séu gjörningar sem menn gætu notað til að koma fjármunum í burtu á næstu klukkustundum og sólarhringum.“
Alþingi Tengdar fréttir Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54 Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28 Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13 Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Boða til blaðamannafundar vegna afnáms gjaldeyrishafta Fer fram í Hörpu í hádeginu á morgun. 7. júní 2015 19:54
Nefndinni gert viðvart eftir hádegi um þörf á að herða reglur um höftin Árni Páll Árnason kvartaði undan því að stjórnarandstaðan væri ekki með í ráðum. 7. júní 2015 22:28
Lestu frumvarpið sem kvöldfundurinn á Alþingi snýst um Fundur var settur á Alþingi í kvöld klukkan 22 þar sem til umræðu er frumvarp til laga um breytingar á gjaldeyrismálum. 7. júní 2015 22:13
Lögunum ætlað að mæta hættum sem gætu grafið undan aðgerðum stjórnvalda Lestu lögin sem voru samþykkt á Alþingi í kvöld og taka gildi þegar í stað. 7. júní 2015 22:12