Fótbolti

Segir Victor besta leikmann Helsingborg á tímabilinu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðlaugur Victor.
Guðlaugur Victor. vísir/getty
Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður Helsingborg í sænsku úrvalsdeildinni, var kosinn besti leikmaður Helsingborg það sem af er tímabili að mati sænska blaðamannsins Marjan Svab.

Svab, er blaðamaður á Helsingborg Dagblad, en hann hefur verið afar hrifinn af Victori það sem af er móti. Valið stóð á milli Pär Hansson og Victors, en Victor hreppti hnossið.

Victor hefur spilað mikið í miðverðinum það sem af er móti, en hann hefur tekið þátt í tólf af þrettán fyrstu leikjunum; byrjað ellefu og komið einu sinni inná sem varamaður.

Sænska goðsögnin, Henrik Larsson, tók við liði Helsingborg fyrir tímabilið og hefur hann sýnt Victori mikið traust. Helsingborg er í sjöunda sætinu með átján stig eftir fyrstu þrettán leikina.

Hann var ekki í valinn í landsliðshóp Íslands sem mætir Tékklandi á föstudag, en leikurinn er afar mikilvægur í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Frakklandi sumarið 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×