Körfubolti

Jón Arnór og félagar með bakið upp við vegg

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jón Arnór í leik með Unicaja.
Jón Arnór í leik með Unicaja. vísir/getty
Jón Arnór Stefánsson og félagar í Unicaja Malaga eru komnir með bakið upp við vegg í undanúrslitaviðureigninni gegn Barcelona í spænska körfuboltanum. Þeir töpuðu öðrum leik liðanna í dag, 91-70.

Staðan eftir fyrsta leikhluta var jöfn 23-23, en í leikhluta númer tvö gáfu heimamenn í Barcelona í. Þeiur unnu hann með þrettán stiga mun og staðan í hálfleik 50-37.

Í síðari hálfleik varð þetta hálfgerð formsatriði fyrir Börsunga sem stigu enn betur á bensíngjöfina í fjórða leikhlutanum. Þeir unnu hann með níu stiga mun og leikinn að endingu með 21 stiga mun, 91-70.

Jón Arnór Stefánsson spilaði í rúmar sjö mínútur, en skoraði ekki stig. Hann tók eitt frákast, en Unicaja er lent 2-0 undir í einvíginu. Það lið sem er fyrra til að vinna þrjá leiki fer í úrslitaleikinn um Spánarmeistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×