Hvað gerir Keflavík með nýja þjálfara? Anton Ingi Leifsson skrifar 7. júní 2015 10:00 Keflavík er í veseni og þarf nauðsynlega á þremur stigum að halda í dag. vísir/getty Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld, en sjöunda umferðin er leikin í dag. Nýjir þjálfarar verða við stjórnvölinn þegar Keflavík mætir ÍBV í rosalegum botnbaráttuslag í Keflavík í fyrsta leik dagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru ráðnir þjálfarar Keflavíkur út tímabilið og þeim bíður ærið verkefni strax í fyrsta leik. Keflavík sem er á botninum með eitt stig mætir ÍBV sem er í því tíunda með fjögur stig, en ÍBV vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð. ÍA og Fylkir mætast uppá Skipaskaga, en Skagamönnum hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur. ÍA er í ellefta sætinu með fjögur stig, en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Fylkismenn eru í áttunda sæti með átta stig eftir brösuga byrjun, en flestir bjuggust við meiru af Árbæjarliðinu. Nýliðar Leiknis hafa byrjað mótið af miklum krafti og eru komnir með átta stig eftir fyrstu sex leikina. Breiðablik hefur unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum. Þeir eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar og eru stigi á eftir toppliðunum; FH og KR. Erkifjendurnir mætast á Hlíðarenda í kvöld, en þá mæta KR-ingar í heimsókn. Leikir þessara liða hefur verið hatrömm barátta í gegnum tíðina og líklega verður engin breyting þar á í dag. Valsmenn hafa verið hálfgert jójó það sem af er móti; unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur og sitja í sjöunda sætinu á meðan gestirnir í KR eru ásamt FH á toppnum. Þeir hafa unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Stjarnan tapaði í fyrsta skipti í 27 leikjum í síðasta leik gegn Breiðabliki þegar liðið steinlá 3-0. Íslandsmeistararnir eru með níu stig eftir leikina sex sem búnir eru, en þeir fá Fjölni í heimsókn í hörkuleik. Fjölnismenn hafa farið vel af stað og eru með ellefu stig, sæti fyrir ofan Stjörnuna. Liðið hafa sætaskipti sigri Stjarnan á heimavelli sínum í kvöld. Síðasti leikur kvöldsins hefst svo klukkan 20:00 í Víkinni þar sem Víkingur fær FH í heimsókn. Víkingur hefur ekki byrjað mótð vel og er liðið með einungis sex stig eftir sex leiki, en liðið lenti í Evrópusæti á síðustu leiktíð. Hafnarfjarðarliðið er með þrettán stig á toppi deildarinnar og þarf að hafa fyrir hlutunum ætli liðið sér að halda toppsætinu, en KR og Breiðablik sækja hart að þeim. Allir leikir kvöldsins verða að sjálfsögðu í beinni á Boltavaktinni, en leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 20:00, en útsending hefst 19:30. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað klukkan 22:00, en þar verður farið yfir allt það helsta í umferðinni og allt krufið til mergjar.Leikir dagsins: 17.00 Keflavík - ÍBV (Nettóvöllurinn) 19.15 ÍA - Fylkir (Norðurálsvöllurinn) 19.15 Leiknir R. - Breiðablik (Leiknisvöllur) 19.15 Valur - KR (Vodafonevöllurinn) 19.15 Stjarnan - Fjölnir (Samsung-völlurinn) 20.00 Víkingur R. - FH (Víkingsvöllur) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild karla í kvöld, en sjöunda umferðin er leikin í dag. Nýjir þjálfarar verða við stjórnvölinn þegar Keflavík mætir ÍBV í rosalegum botnbaráttuslag í Keflavík í fyrsta leik dagsins. Haukur Ingi Guðnason og Jóhann Birnir Guðmundsson voru ráðnir þjálfarar Keflavíkur út tímabilið og þeim bíður ærið verkefni strax í fyrsta leik. Keflavík sem er á botninum með eitt stig mætir ÍBV sem er í því tíunda með fjögur stig, en ÍBV vann sinn fyrsta leik í síðustu umferð. ÍA og Fylkir mætast uppá Skipaskaga, en Skagamönnum hefur gengið afleitlega undanfarnar vikur. ÍA er í ellefta sætinu með fjögur stig, en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Fylkismenn eru í áttunda sæti með átta stig eftir brösuga byrjun, en flestir bjuggust við meiru af Árbæjarliðinu. Nýliðar Leiknis hafa byrjað mótið af miklum krafti og eru komnir með átta stig eftir fyrstu sex leikina. Breiðablik hefur unnið þrjá leiki í röð og haldið hreinu í þeim öllum. Þeir eru komnir upp í þriðja sæti deildarinnar og eru stigi á eftir toppliðunum; FH og KR. Erkifjendurnir mætast á Hlíðarenda í kvöld, en þá mæta KR-ingar í heimsókn. Leikir þessara liða hefur verið hatrömm barátta í gegnum tíðina og líklega verður engin breyting þar á í dag. Valsmenn hafa verið hálfgert jójó það sem af er móti; unnið tvo, gert tvö jafntefli og tapað tveimur og sitja í sjöunda sætinu á meðan gestirnir í KR eru ásamt FH á toppnum. Þeir hafa unnið fimm leiki í röð í öllum keppnum. Stjarnan tapaði í fyrsta skipti í 27 leikjum í síðasta leik gegn Breiðabliki þegar liðið steinlá 3-0. Íslandsmeistararnir eru með níu stig eftir leikina sex sem búnir eru, en þeir fá Fjölni í heimsókn í hörkuleik. Fjölnismenn hafa farið vel af stað og eru með ellefu stig, sæti fyrir ofan Stjörnuna. Liðið hafa sætaskipti sigri Stjarnan á heimavelli sínum í kvöld. Síðasti leikur kvöldsins hefst svo klukkan 20:00 í Víkinni þar sem Víkingur fær FH í heimsókn. Víkingur hefur ekki byrjað mótð vel og er liðið með einungis sex stig eftir sex leiki, en liðið lenti í Evrópusæti á síðustu leiktíð. Hafnarfjarðarliðið er með þrettán stig á toppi deildarinnar og þarf að hafa fyrir hlutunum ætli liðið sér að halda toppsætinu, en KR og Breiðablik sækja hart að þeim. Allir leikir kvöldsins verða að sjálfsögðu í beinni á Boltavaktinni, en leikur Víkings og FH verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Leikurinn hefst klukkan 20:00, en útsending hefst 19:30. Pepsi-mörkin verða svo á sínum stað klukkan 22:00, en þar verður farið yfir allt það helsta í umferðinni og allt krufið til mergjar.Leikir dagsins: 17.00 Keflavík - ÍBV (Nettóvöllurinn) 19.15 ÍA - Fylkir (Norðurálsvöllurinn) 19.15 Leiknir R. - Breiðablik (Leiknisvöllur) 19.15 Valur - KR (Vodafonevöllurinn) 19.15 Stjarnan - Fjölnir (Samsung-völlurinn) 20.00 Víkingur R. - FH (Víkingsvöllur)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira