LeBron skoraði 44 stig en Golden State vann í framlengingu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2015 07:15 LeBron James reynir sigurskot með Iguodala á móti sér. vísir/getty Eftir átta daga hlé fór NBA-deildin í körfuna aftur af stað í nótt þegar úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hófst á heimavelli Warriors. Leikurinn var jafn og æsispennandi, en þrettán sinnum skiptust liðin á að hafa forystu og ellefu sinnum var jafnt. Á endanum hafði Golden State sigur í framlengdum leik, 108-100. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Kyrie Irving, leikstjórnandi, Cleveland, varði sniðskot kollega síns og besta leikmanns deildarinnar, Stephen Curry, ótrúlega þegar lítið var eftir. Irving ver skotið frá Curry: Cleveland fór í sókn þar sem LeBron James át niður klukkuna áður en hann reyndi skot með Andre Igoudala í andlitinu. Sá frábæri varnarmaður gerði nógu vel til að LeBron klikkaði og framlenging staðreynd. Í henni var Golden State-liðið betra, en þar munaði mikið um að Kyrie Irving fór af velli meiddur eftir 48 mínútur og gat ekki spilað framlenginguna. Hann hefur átt í vandræðum með hnéð á sér og er óvíst hvað verður um hann. LeBron James gerði allt hvað hann gat til að draga sína menn að landi, en hann skoraði 44 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Irving skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. LeBron skorar 44 stig: David Blatt, þjálfari Cleveland, notaði bekkinn ekki mikið, en aðeins átta leikmenn liðsins komu við sögu í nótt. Cleveland fékk ekki nema níu stig af bekknum og þau komu öll frá J.R. Smith. Stephen Curry var stigahæstur Golden State með 26 stig auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar, en Klay Thompson, sem jafnaði sig af heilahristingi fyrir úrslitaeinvígið, skoraði 21 stig. Liðin mætast næst á sunnudagskvöldið, en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 23.00.Stephen Curry með stórleik: Fimm flottustu tilþrifin í leiknum: NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Eftir átta daga hlé fór NBA-deildin í körfuna aftur af stað í nótt þegar úrslitaeinvígi Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers hófst á heimavelli Warriors. Leikurinn var jafn og æsispennandi, en þrettán sinnum skiptust liðin á að hafa forystu og ellefu sinnum var jafnt. Á endanum hafði Golden State sigur í framlengdum leik, 108-100. Bæði lið fengu tækifæri til að vinna leikinn í venjulegum leiktíma. Kyrie Irving, leikstjórnandi, Cleveland, varði sniðskot kollega síns og besta leikmanns deildarinnar, Stephen Curry, ótrúlega þegar lítið var eftir. Irving ver skotið frá Curry: Cleveland fór í sókn þar sem LeBron James át niður klukkuna áður en hann reyndi skot með Andre Igoudala í andlitinu. Sá frábæri varnarmaður gerði nógu vel til að LeBron klikkaði og framlenging staðreynd. Í henni var Golden State-liðið betra, en þar munaði mikið um að Kyrie Irving fór af velli meiddur eftir 48 mínútur og gat ekki spilað framlenginguna. Hann hefur átt í vandræðum með hnéð á sér og er óvíst hvað verður um hann. LeBron James gerði allt hvað hann gat til að draga sína menn að landi, en hann skoraði 44 stig, tók 8 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Irving skoraði 23 stig, tók 7 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. LeBron skorar 44 stig: David Blatt, þjálfari Cleveland, notaði bekkinn ekki mikið, en aðeins átta leikmenn liðsins komu við sögu í nótt. Cleveland fékk ekki nema níu stig af bekknum og þau komu öll frá J.R. Smith. Stephen Curry var stigahæstur Golden State með 26 stig auk þess sem hann gaf 8 stoðsendingar, en Klay Thompson, sem jafnaði sig af heilahristingi fyrir úrslitaeinvígið, skoraði 21 stig. Liðin mætast næst á sunnudagskvöldið, en bein útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 23.00.Stephen Curry með stórleik: Fimm flottustu tilþrifin í leiknum:
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira