Forstjóri ÁTVR áhyggjufullur: „Mörgum líður ekki vel“ ingvar haraldsson skrifar 4. júní 2015 10:45 Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR, segir að sér hafi liðið eins og þriðja flokks borgara vegna umræðunnar um stofnunina í vetur. vísir/gva „Í vetur var umræðan um opinbera starfsmenn oft svo neikvæð að mér leið stundum eins og ég væri þriðja flokks borgari og hálfgerður baggi á þjóðfélaginu,“ segir Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR í ársskýrslu samtakanna á síðasta ári. „Veturinn var starfsfólki ÁTVR erfiður. Tíðarfarið var með eindæmum leiðinlegt og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn var áberandi í fjölmiðlum. Upplifunin var þannig að ríkisstarfsmenn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi,“ bætir Ívar við.Frumvarp um afnám einkasölu verið starfsmönnum erfitt Þá hefur Ívar þungar áhyggjur af frumvarpi um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis sem gæti haft í för með sér að stofnunin yrði lögð niður og starfsfólki hennar yrði sagt upp.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði í vetur fram frumvarp þar sem áfengissala yrði gefin frjáls.vísir/anton brink„Frumvarpið hefur valdið starfsfólki ÁTVR hugarangri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi færist frá ÁTVR til einkaaðila, Vínbúðum ÁTVR verði lokað og flestu starfsfólki sagt upp störfum. Hjá ÁTVR starfa margir sem komnir eru yfir miðjan aldur og reynslan hefur sýnt að þessi hópur á erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Eðlilegt er að starfsfólk hafi áhyggjur þegar verið er að fjalla um lífsafkomu þess og mörgum líður ekki vel.“ Ekki viðskiptavinir sem biðja um breytingar Þá segir Ívar einnig að ÁTVR hafi enn og aftur fengið hæstu einkunn allra fyrirtækja hjá íslensku ánægjuvoginni eða 74,8 stig. „Greinilegt er að það eru ekki viðskiptavinir ÁTVR sem eru að biðja um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu. Þar eru einhverjir aðrir hagsmunir á ferðinni,“segir Ívar.Starfsmenn ÁTVR eru sagðir hafa þungar áhyggjur af áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar.vísir/gvaÍvar segir að helstu áskoranir í rekstri ÁTVR felist í að tryggja áframhaldandi rekstur ÁTVR en slíkt sé í höndum Alþingis. „Í því sambandi er mikilvægt að koma upplýsingum um rekstur og starfsemi ÁTVR til alþingismanna þannig að þeir byggi ákvörðun sína um framtíð ÁTVR á áreiðanlegum og réttum upplýsingum,“ segir hann og bendir á að ÁTVR hafi þegar sent Allsherjar- og menntamálanefndar neikvæða umsögn um frumvarpið. „Nú benda skoðanakannanir eindregið til þess að almenningur sé andvígur málinu. Þegar stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin, WHO, Umboðsmaður barna, Landlæknir og félagasamtök á borð við Barnaheill, Læknafélag Íslands og félag lýðheilsufræðinga leggjast eindregið gegn breytingunni er eðlilegt að staldrað sé við og skoðað hvort það sé raunverulega samfélaginu til góðs að leggja niður ríkiseinkasölu á áfengi,“ segir Ívar. Alþingi Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira
„Í vetur var umræðan um opinbera starfsmenn oft svo neikvæð að mér leið stundum eins og ég væri þriðja flokks borgari og hálfgerður baggi á þjóðfélaginu,“ segir Ívar J. Arndal, forstjóri ÁTVR í ársskýrslu samtakanna á síðasta ári. „Veturinn var starfsfólki ÁTVR erfiður. Tíðarfarið var með eindæmum leiðinlegt og neikvæð umfjöllun um ríkisstarfsmenn var áberandi í fjölmiðlum. Upplifunin var þannig að ríkisstarfsmenn eiga helst að vera andlitslaus grár skari á lágum launum sem ekki má umbuna fyrir vel unnin störf og hvað þá fara á námskeið eða fá fræðslu til að efla sig í starfi. Auðvitað er samt ætlast til að þeir skili óaðfinnanlegu vinnuframlagi,“ bætir Ívar við.Frumvarp um afnám einkasölu verið starfsmönnum erfitt Þá hefur Ívar þungar áhyggjur af frumvarpi um afnám einkaleyfis ÁTVR á smásölu áfengis sem gæti haft í för með sér að stofnunin yrði lögð niður og starfsfólki hennar yrði sagt upp.Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði í vetur fram frumvarp þar sem áfengissala yrði gefin frjáls.vísir/anton brink„Frumvarpið hefur valdið starfsfólki ÁTVR hugarangri því það gerir ráð fyrir að sala á öllu áfengi færist frá ÁTVR til einkaaðila, Vínbúðum ÁTVR verði lokað og flestu starfsfólki sagt upp störfum. Hjá ÁTVR starfa margir sem komnir eru yfir miðjan aldur og reynslan hefur sýnt að þessi hópur á erfitt uppdráttar á vinnumarkaðinum. Eðlilegt er að starfsfólk hafi áhyggjur þegar verið er að fjalla um lífsafkomu þess og mörgum líður ekki vel.“ Ekki viðskiptavinir sem biðja um breytingar Þá segir Ívar einnig að ÁTVR hafi enn og aftur fengið hæstu einkunn allra fyrirtækja hjá íslensku ánægjuvoginni eða 74,8 stig. „Greinilegt er að það eru ekki viðskiptavinir ÁTVR sem eru að biðja um breytingar á fyrirkomulagi áfengissölu. Þar eru einhverjir aðrir hagsmunir á ferðinni,“segir Ívar.Starfsmenn ÁTVR eru sagðir hafa þungar áhyggjur af áfengisfrumvarpi Vilhjálms Árnasonar.vísir/gvaÍvar segir að helstu áskoranir í rekstri ÁTVR felist í að tryggja áframhaldandi rekstur ÁTVR en slíkt sé í höndum Alþingis. „Í því sambandi er mikilvægt að koma upplýsingum um rekstur og starfsemi ÁTVR til alþingismanna þannig að þeir byggi ákvörðun sína um framtíð ÁTVR á áreiðanlegum og réttum upplýsingum,“ segir hann og bendir á að ÁTVR hafi þegar sent Allsherjar- og menntamálanefndar neikvæða umsögn um frumvarpið. „Nú benda skoðanakannanir eindregið til þess að almenningur sé andvígur málinu. Þegar stofnanir eins og Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunin, WHO, Umboðsmaður barna, Landlæknir og félagasamtök á borð við Barnaheill, Læknafélag Íslands og félag lýðheilsufræðinga leggjast eindregið gegn breytingunni er eðlilegt að staldrað sé við og skoðað hvort það sé raunverulega samfélaginu til góðs að leggja niður ríkiseinkasölu á áfengi,“ segir Ívar.
Alþingi Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Sjá meira