Heimir: Leikurinn með stórum stöfum Tómas Þór Þórðarson skrifar 4. júní 2015 07:00 Birkir er á fullu með Pescara í umspili um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni. vísir/ap FótboltiLars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu í gær leikmannahópinn sem mætir Tékklandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli 12. júní. Þeir gera fjórar breytingar á hópnum. Inn koma markvörðurinn 39 ára gamli Gunnleifur Gunnleifsson fyrir Ingvar Jónsson, Kristinn Jónsson, bakvörður Breiðabliks, fyrir Hörð Björgvin Magnússon, Theodór Elmar Bjarnason kemur inn og Jón Guðni Fjóluson dettur út. Þá er Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Sundsvall, í hópnum í stað Guðlaugs Victors Pálssonar.Engar áhyggjur af Kolbeini „Þetta er okkar val og eru þeir leikmenn sem við töldum henta best í þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson um valið. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu mikið á síðustu leiktíð með sínum liðum eða eru að spila reglulega á Norðurlöndum. Leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa allir verið í fantaformi með sínum liðum. Einn leikmaður sem hefur þó átt erfitt uppdráttar með landsliðinu jafnt og félagsliði sínu, Ajax, undanfarin misseri er Kolbeinn Sigþórsson. „Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið með Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig að ég hef engar áhyggjur af Kolbeini,“ sagði Lars Lagerbäck við Fréttablaðið í gær.Tvöfaldur möguleiki Leikurinn 12. júní er gríðarlega mikilvægur, því með sigri stígur liðið ekki bara stórt skref í áttina að sæti á EM 2016, heldur verður það í góðri stöðu þegar dregið verður til undankeppni HM 2018. „Þetta er leikurinn með stórum stöfum. Þetta er okkar möguleiki á að komast í undankeppnina,“ sagði Heimir og dró ekkert úr mikilvægi leiksins gegn Tékklandi. „Það eru ekki bara þrjú stig í boði heldur líka bónus. Sá bónus er að vera í öðrum styrkleikaflokki í undankeppni HM 2018. Það væri ansi vel gert að ná því,“ sagði Heimir. Staða landsliða á heimslista FIFA ræður í hvaða styrkleikaflokki þau verða í undankeppni HM og tryggir sigur á Tékkum okkur í 2. styrkleikaflokk.Birkir gæti fært fórn Upp er komin óvanaleg staða hjá landsliðinu með einn mikilvægasta mann liðsins, Birki Bjarnason. Hann er á fullu í umspili ítölsku B-deildarinnar um sæti í efstu deild þar í landi, en liðið á fyrir höndum leiki heima og að heiman gegn Bologna um síðasta sæti í A-deildinni. Fyrri leikurinn fer fram á föstudagskvöldið en sá síðari á þriðjudaginn, aðeins þremur dögum fyrir landsleikinn gegn Tékklandi. Umspilið fer inn á alþjóðlega leikdaga þannig að Ísland er í fullum rétti að kalla hann inn í liðið þannig að hann missi af leikjunum. „Við ætlum að taka ákvörðun þegar líður aðeins nær. Hans vilji er að koma heim en við ætlum ekkert að trufla fyrri leikinn hjá honum. Við leyfum honum að spila hann og tökum ákvörðun eftir þann leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
FótboltiLars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfarar í fótbolta, kynntu í gær leikmannahópinn sem mætir Tékklandi í gríðarlega mikilvægum leik í undankeppni EM 2016 á Laugardalsvelli 12. júní. Þeir gera fjórar breytingar á hópnum. Inn koma markvörðurinn 39 ára gamli Gunnleifur Gunnleifsson fyrir Ingvar Jónsson, Kristinn Jónsson, bakvörður Breiðabliks, fyrir Hörð Björgvin Magnússon, Theodór Elmar Bjarnason kemur inn og Jón Guðni Fjóluson dettur út. Þá er Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður Sundsvall, í hópnum í stað Guðlaugs Victors Pálssonar.Engar áhyggjur af Kolbeini „Þetta er okkar val og eru þeir leikmenn sem við töldum henta best í þennan leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson um valið. Allir leikmenn íslenska liðsins spiluðu mikið á síðustu leiktíð með sínum liðum eða eru að spila reglulega á Norðurlöndum. Leikmenn eins og Gylfi Þór Sigurðsson, Aron Einar Gunnarsson, Emil Hallfreðsson, Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason hafa allir verið í fantaformi með sínum liðum. Einn leikmaður sem hefur þó átt erfitt uppdráttar með landsliðinu jafnt og félagsliði sínu, Ajax, undanfarin misseri er Kolbeinn Sigþórsson. „Hann átti ekki sinn besta leik gegn Kasakstan og ég veit ekki af hverju hann spilar svona lítið með Ajax. Það er auðvitað ekki gott, en við vitum hvað hann gefur landsliðinu og hversu gaman honum finnst að spila með því þannig að ég hef engar áhyggjur af Kolbeini,“ sagði Lars Lagerbäck við Fréttablaðið í gær.Tvöfaldur möguleiki Leikurinn 12. júní er gríðarlega mikilvægur, því með sigri stígur liðið ekki bara stórt skref í áttina að sæti á EM 2016, heldur verður það í góðri stöðu þegar dregið verður til undankeppni HM 2018. „Þetta er leikurinn með stórum stöfum. Þetta er okkar möguleiki á að komast í undankeppnina,“ sagði Heimir og dró ekkert úr mikilvægi leiksins gegn Tékklandi. „Það eru ekki bara þrjú stig í boði heldur líka bónus. Sá bónus er að vera í öðrum styrkleikaflokki í undankeppni HM 2018. Það væri ansi vel gert að ná því,“ sagði Heimir. Staða landsliða á heimslista FIFA ræður í hvaða styrkleikaflokki þau verða í undankeppni HM og tryggir sigur á Tékkum okkur í 2. styrkleikaflokk.Birkir gæti fært fórn Upp er komin óvanaleg staða hjá landsliðinu með einn mikilvægasta mann liðsins, Birki Bjarnason. Hann er á fullu í umspili ítölsku B-deildarinnar um sæti í efstu deild þar í landi, en liðið á fyrir höndum leiki heima og að heiman gegn Bologna um síðasta sæti í A-deildinni. Fyrri leikurinn fer fram á föstudagskvöldið en sá síðari á þriðjudaginn, aðeins þremur dögum fyrir landsleikinn gegn Tékklandi. Umspilið fer inn á alþjóðlega leikdaga þannig að Ísland er í fullum rétti að kalla hann inn í liðið þannig að hann missi af leikjunum. „Við ætlum að taka ákvörðun þegar líður aðeins nær. Hans vilji er að koma heim en við ætlum ekkert að trufla fyrri leikinn hjá honum. Við leyfum honum að spila hann og tökum ákvörðun eftir þann leik,“ sagði Heimir Hallgrímsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Blikarnir Gunnleifur og Kristinn valdir í landsliðið Landsliðsþjálfararnir Lars Lagerbåck og Heimir Hallgrímsson tilkynntu í dag hópinn fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékkum þann 12. júní næstkomandi. 3. júní 2015 13:30
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti