Átta milljónir hafa safnast fyrir körfuboltalandsliðið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. júní 2015 06:30 Kempurnar Einar Bollason og Kolbeinn Pálsson ásamt landsliðsmönnunum Hlyni Bæringssyni og Loga Gunnarssyni. vísir/ernir „Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel hjá okkur,“ segir körfuboltagoðsögnin Einar Bollason en hann er hluti af hópi sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna. Hún hefur verið að safna peningum síðan í september til þess að styðja við bakið á karlalandsliðinu sem er á leið á EM í september. Velunnarar körfuboltans gátu skuldbundið sig til þess að greiða litla upphæð á mánuði í tíu mánuði. Margt smátt gerir eitt stórt og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. „Þetta er búið að vera að malla inn í vetur og við erum búnir að safna um átta milljónum króna. Við settum upprunalega stefnuna á fimm milljónir en þetta fór langt fram úr okkar væntingum,“ segir Einar glaður í bragði. „Fyrst þetta gekk svona vel þá höfum við sett stefnuna á tíu milljónir. Við erum að vonast eftir því að ná fleirum inn núna á næstu misserum. „Ætli það séu ekki um 200 manns sem hafa skráð sig í þetta átak og svo nokkur fyrirtæki. Það er alls konar fólk að taka þátt og það reynir að virkja fólkið í kringum sig.“ Samstaðan í körfuboltahreyfingunni er augljóslega mikil og hún yljar Einari um hjartarætur. „Það er svo ótrúlega gaman að þessu. Ég hef talað við gamla handboltamenn sem spyrja bara hvernig við förum eiginlega að þessu. Við byrjuðum að safna um leið og strákarnir komust á mótið enda er þetta dýrt verkefni. Þetta er söguleg stund og margir vilja hjálpast að sem er yndislegt.“ Einar og hans gömlu vinir ætla ekki að láta leiki íslenska liðsins í Berlín fram hjá sér fara. „Ég fer sem og frúin og allir gömlu KR-ingarnir. Við skráðum okkur um leið og það er allt klárt. Það ætla bara allir að fara til Berlínar og þetta verður alveg stórkostlegt. „Ég er að reikna með svona 1.000 Íslendingum á svæðinu. Þetta verður sögulegt og afar gaman að þessu öllu. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
„Þetta er búið að ganga alveg ótrúlega vel hjá okkur,“ segir körfuboltagoðsögnin Einar Bollason en hann er hluti af hópi sem kallar sig Körfuboltafjölskylduna. Hún hefur verið að safna peningum síðan í september til þess að styðja við bakið á karlalandsliðinu sem er á leið á EM í september. Velunnarar körfuboltans gátu skuldbundið sig til þess að greiða litla upphæð á mánuði í tíu mánuði. Margt smátt gerir eitt stórt og það á svo sannarlega við í þessu tilviki. „Þetta er búið að vera að malla inn í vetur og við erum búnir að safna um átta milljónum króna. Við settum upprunalega stefnuna á fimm milljónir en þetta fór langt fram úr okkar væntingum,“ segir Einar glaður í bragði. „Fyrst þetta gekk svona vel þá höfum við sett stefnuna á tíu milljónir. Við erum að vonast eftir því að ná fleirum inn núna á næstu misserum. „Ætli það séu ekki um 200 manns sem hafa skráð sig í þetta átak og svo nokkur fyrirtæki. Það er alls konar fólk að taka þátt og það reynir að virkja fólkið í kringum sig.“ Samstaðan í körfuboltahreyfingunni er augljóslega mikil og hún yljar Einari um hjartarætur. „Það er svo ótrúlega gaman að þessu. Ég hef talað við gamla handboltamenn sem spyrja bara hvernig við förum eiginlega að þessu. Við byrjuðum að safna um leið og strákarnir komust á mótið enda er þetta dýrt verkefni. Þetta er söguleg stund og margir vilja hjálpast að sem er yndislegt.“ Einar og hans gömlu vinir ætla ekki að láta leiki íslenska liðsins í Berlín fram hjá sér fara. „Ég fer sem og frúin og allir gömlu KR-ingarnir. Við skráðum okkur um leið og það er allt klárt. Það ætla bara allir að fara til Berlínar og þetta verður alveg stórkostlegt. „Ég er að reikna með svona 1.000 Íslendingum á svæðinu. Þetta verður sögulegt og afar gaman að þessu öllu.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Körfubolti Raggi Nat á Nesið Körfubolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira