Blatter hættir sem forseti FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2015 16:50 Blatter tilkynnir afsögn sína í dag. Vísir/Getty Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni segja af sér forsetaembætti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Hann mun hætta þegar hægt verður að halda forsetakosningar á ný. Blatter var kjörinn aftur í embætti í síðustu viku þrátt fyrir að sjö háttsettir embættismenn innan sambandsins voru handteknir í tengslum við bandaríska rannsókn á spillingarmálum sem loðað hafa við sambandið undanfarin ár og áratugi. „Það er ljóst að ég fæ ekki fullan stuðning í mínu embætti,“ sagði Blatter í yfirlýsingu sinni í dag. „Ég er nátengdur FIFA og hagsmunum þess. Þetta eru tengsl sem eru mér dýrmæt og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.“ „Það sem skiptir mig mestu máli er sambandið sjálft og knattspyrna um víða veröld.“ Nýr forseti verður kjörinn á aukaþingi sem haldið verður í desember í fyrsta lagi og mars á næsta ári í síðasta lagi. Þegar nýr forseti verður kjörinn mun Blatter stíga til hlíðar.Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag þar sem Blatter steig fram og tilkynnti um ákvörðun sína að stíga niður sem forseti sambandsins. Framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, sagði á blaðamannafundinum að þetta hefði verið erfið og hugrökk ákvörðun hjá Blatter. Frambjóðendur munu fá drjúgan tíma til þess að undirbúa framboð sín. Hann sagði að FIFA væri staðráðið í að breytast og endurheimta aftur traust almennings. Ennfremur væri ljóst að FIFA myndi sjá til þess í framtíðinni að enginn gæti hagnast á veru sinni hjá sambandinu.Sjá einnig: Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Knattspyrnusamband Evrópu gagnrýndi Blatter mjög í aðdranda forsetakjörsins í síðustu viku og hvatti til að kjósa fremur mótframbjóðanda Blatter - Ali bin al-Hussein, prins frá Jórdaníu. Blatter hafði þó betur og var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn. „Ég hef hugsað vandlega um forsetatíð mína og síðustu 40 ár í mínú lífi. Þetta eru ár sem eru nátengd FIFA og þeirri yndislegu íþrótt sem knattspyrnan er. Ég elska FIFA meira en allt annað.“ Fótbolti Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira
Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni segja af sér forsetaembætti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Hann mun hætta þegar hægt verður að halda forsetakosningar á ný. Blatter var kjörinn aftur í embætti í síðustu viku þrátt fyrir að sjö háttsettir embættismenn innan sambandsins voru handteknir í tengslum við bandaríska rannsókn á spillingarmálum sem loðað hafa við sambandið undanfarin ár og áratugi. „Það er ljóst að ég fæ ekki fullan stuðning í mínu embætti,“ sagði Blatter í yfirlýsingu sinni í dag. „Ég er nátengdur FIFA og hagsmunum þess. Þetta eru tengsl sem eru mér dýrmæt og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.“ „Það sem skiptir mig mestu máli er sambandið sjálft og knattspyrna um víða veröld.“ Nýr forseti verður kjörinn á aukaþingi sem haldið verður í desember í fyrsta lagi og mars á næsta ári í síðasta lagi. Þegar nýr forseti verður kjörinn mun Blatter stíga til hlíðar.Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag þar sem Blatter steig fram og tilkynnti um ákvörðun sína að stíga niður sem forseti sambandsins. Framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, sagði á blaðamannafundinum að þetta hefði verið erfið og hugrökk ákvörðun hjá Blatter. Frambjóðendur munu fá drjúgan tíma til þess að undirbúa framboð sín. Hann sagði að FIFA væri staðráðið í að breytast og endurheimta aftur traust almennings. Ennfremur væri ljóst að FIFA myndi sjá til þess í framtíðinni að enginn gæti hagnast á veru sinni hjá sambandinu.Sjá einnig: Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Knattspyrnusamband Evrópu gagnrýndi Blatter mjög í aðdranda forsetakjörsins í síðustu viku og hvatti til að kjósa fremur mótframbjóðanda Blatter - Ali bin al-Hussein, prins frá Jórdaníu. Blatter hafði þó betur og var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn. „Ég hef hugsað vandlega um forsetatíð mína og síðustu 40 ár í mínú lífi. Þetta eru ár sem eru nátengd FIFA og þeirri yndislegu íþrótt sem knattspyrnan er. Ég elska FIFA meira en allt annað.“
Fótbolti Mest lesið Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Fótbolti Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Fótbolti Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Fótbolti Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Sú besta í áfalli og baðst afsökunar Brella Englendinga sem gæti hafa tryggt þeim EM-gullið Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Sjá meira