Aldrei fleiri á vergangi Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2015 13:15 Fjöldi flóttamanna frá Afganistan á grísku eyjunni Lesbos. Vísir/AFP Við enda síðasta árs voru 59,5 milljónir einstaklinga á vergangi í heiminum. Fólkið hefur þurft að flýja ofsóknir, átök, ofbeldi og mannréttindabrot og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á einu ári hafði þeim fjölgað um 8,3 milljónir og bæði heildartalan og fjölgunin hafa aldrei verið hærri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út skýrslu þar sem farið er yfir ástand flóttafólks um heim allan. Skýrslan gefur nokkuð dökka mynd af ástandinu í heiminum. Stofnunin áætlar að 13,9 milljónir manna hafi gerst flóttamenn í fyrra og að 42.500 manns hafi þurft að flýja heimili sín á degi hverjum vegna átaka eða ofsókna. Þau lönd sem hafa tekið á móti flestum flóttamönnum eru Tyrkland (1,59 milljón), Pakistan (1,51 milljón), Líbanon (1,15 milljón), Íran (982 þúsund), Eþíópía (659 þúsund) og Jórdan (654.100). Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Tyrkland situr í efsta sæti listans, en þar hefur verið tekið á móta fjölda flóttafólks frá Sýrlandi sem flúið hafa vegna borgarastyrjaldarinnar þar.Vísir/GraphicNewsAf þessum 59,9 milljónum segja UNHCR að 38,2 milljónir séu enn í heimalandi sínu eftir að hafa yfirgefið heimili sín. 19,5 milljónir hafa stöðu flóttafólks og 1,8 milljón þeirra eru með stöðu hælisleitenda. 86 prósent flóttafólks halda nú til í svokölluðum þróunarlöndum, eða 12,4 milljónir. Yfir heildina litið þýða þessar tölur að einn af hverjum 122 íbúum jarðarinnar sé á vergangi eftir að hafa þurft að flýja ofbeldi. Rúmlega helmingur þeirra eru börn og ef þau væru sett saman í eina þjóð yrði hún sú 24 fjölmennasta í heiminum. „Maður fær þá tilfinningu að heimurinn sé í stríði,“ sagði Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannastofnunarinnar. „Í raun eru mörg svæði jarðarinnar í upplausn og afleiðingar þessa er gífurleg fjölgun flóttafólks.“ Hann benti á að hver og einn einasti flóttamaður hefði sorgarsögu að segja.Lögreglumaður reynir að stöðva flóttamenn sem ætluðu að fela sig í vörubílum á leið frá Calais í Frakklandi til Bretlands.Vísir/AFPUm 126.800 flóttamenn sneru aftur til heimalands síns í fyrra. Þar af var rúmlega helmingurinn frá Kongó. Fjöldi þeirra hefur ekki verið lægri frá árinu 1983. Sé litið til hælisleitenda hafa flestir sótt um hæli í Rússlandi. Af 1,7 milljón hafa 274.700 sótt um hæli þar. 173 þúsund hafa sótt um hæli í Þýskalandi, 121 þúsund í Bandaríkjunum og 88 þúsund í Tyrklandi. Flóttamenn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Við enda síðasta árs voru 59,5 milljónir einstaklinga á vergangi í heiminum. Fólkið hefur þurft að flýja ofsóknir, átök, ofbeldi og mannréttindabrot og hafa þeir aldrei verið fleiri. Á einu ári hafði þeim fjölgað um 8,3 milljónir og bæði heildartalan og fjölgunin hafa aldrei verið hærri. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf í gær út skýrslu þar sem farið er yfir ástand flóttafólks um heim allan. Skýrslan gefur nokkuð dökka mynd af ástandinu í heiminum. Stofnunin áætlar að 13,9 milljónir manna hafi gerst flóttamenn í fyrra og að 42.500 manns hafi þurft að flýja heimili sín á degi hverjum vegna átaka eða ofsókna. Þau lönd sem hafa tekið á móti flestum flóttamönnum eru Tyrkland (1,59 milljón), Pakistan (1,51 milljón), Líbanon (1,15 milljón), Íran (982 þúsund), Eþíópía (659 þúsund) og Jórdan (654.100). Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Tyrkland situr í efsta sæti listans, en þar hefur verið tekið á móta fjölda flóttafólks frá Sýrlandi sem flúið hafa vegna borgarastyrjaldarinnar þar.Vísir/GraphicNewsAf þessum 59,9 milljónum segja UNHCR að 38,2 milljónir séu enn í heimalandi sínu eftir að hafa yfirgefið heimili sín. 19,5 milljónir hafa stöðu flóttafólks og 1,8 milljón þeirra eru með stöðu hælisleitenda. 86 prósent flóttafólks halda nú til í svokölluðum þróunarlöndum, eða 12,4 milljónir. Yfir heildina litið þýða þessar tölur að einn af hverjum 122 íbúum jarðarinnar sé á vergangi eftir að hafa þurft að flýja ofbeldi. Rúmlega helmingur þeirra eru börn og ef þau væru sett saman í eina þjóð yrði hún sú 24 fjölmennasta í heiminum. „Maður fær þá tilfinningu að heimurinn sé í stríði,“ sagði Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannastofnunarinnar. „Í raun eru mörg svæði jarðarinnar í upplausn og afleiðingar þessa er gífurleg fjölgun flóttafólks.“ Hann benti á að hver og einn einasti flóttamaður hefði sorgarsögu að segja.Lögreglumaður reynir að stöðva flóttamenn sem ætluðu að fela sig í vörubílum á leið frá Calais í Frakklandi til Bretlands.Vísir/AFPUm 126.800 flóttamenn sneru aftur til heimalands síns í fyrra. Þar af var rúmlega helmingurinn frá Kongó. Fjöldi þeirra hefur ekki verið lægri frá árinu 1983. Sé litið til hælisleitenda hafa flestir sótt um hæli í Rússlandi. Af 1,7 milljón hafa 274.700 sótt um hæli þar. 173 þúsund hafa sótt um hæli í Þýskalandi, 121 þúsund í Bandaríkjunum og 88 þúsund í Tyrklandi.
Flóttamenn Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira