„Þetta eru klárlega tvö töpuð stig fyrir okkur, við ætluðum að ná í þau öll,“ segir Almarr Ormarsson, markaskorari KR, eftir leikinn.
KR og ÍA gerði 1-1 jafntefli í 8. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. KR-ingar hafa því aðeins fengið eitt stig í síðustu tveimur leikjum.
„Við vorum ekki góðir í fyrri hálfleik og fengið heldur betur að heyra það í hálfleik. Við bættum okkar leik mikið í þeim síðari og áttum að koma boltanum oftar inn.“
Almarr skoraði eina mark KR í leiknum. Fáir sáum í raun hver skoraði markið.
„Skari sparkaði boltanum inn í teig og mér tókst einhvern veginn að mjaðma hann inn. Ekki fallegasta markið, en þau telja öll jafn mikið.“
Almarr: Ég mjaðmaði boltann í netið
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni
Körfubolti

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn


Mark snemma leiks gerði gæfumuninn
Fótbolti

TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum
Íslenski boltinn


„Þetta er hreinn og klár glæpur“
Körfubolti
